- Advertisement -

BB: „Við sækjum brotamenn til saka“

„Við erum stolt af landinu okkar. Við viljum vera í fremstu röð. Við erum framsækin, metnaðarfull og bjartsýn þjóð. Við viljum, þrátt fyrir að vera smá í alþjóðlegu samhengi, skipa okkur á bekk með þeim sem standa fremst á alla mælikvarða mannlífsins og okkur hefur gengið vel samkvæmt öllum úttektum að gera einmitt það. Við tökumst á við áföll af æðruleysi og við gerum skýra kröfu um að lög og reglur séu virt. Við sækjum brotamenn til saka og við fellum dóma yfir þeim. Við tökum fullan þátt í alþjóðlegu samstarfi til að auka velmegun og velsæld landsmanna á grundvelli frjálsra viðskipta og friðar,“ sagði Bjarni Benediktsson í spillingarumræðunni á Alþingi.

Og hann hélt áfram: „Þegar upp koma mál eins og það sem nú er til umfjöllunar í samfélaginu skiptir öllu að við höldum í þessi grundvallaratriði og að við treystum á stofnanirnar og eflum þær ef þess er þörf. Við getum litið til baka og spurt hvað gert hefur verið. Hér hefur þegar komið fram að við höfum einmitt verið að vinna þá vinnu vel. Alþjóðleg samskipti Íslands skipta mjög miklu, upplýsingaskiptasamningar, tvísköttunarsamningar, öflugum stofnunum er betur treyst til að eiga samskipti yfir landamæri, til að skiptast á upplýsingum. Þetta eru atriði sem við höfum á undanförnum árum verið að vinna að.“

Bjarni flaggaði deigu vopni: „Þegar mæld er spilling þá skipum við okkur í flokk með þeim þjóðum í heiminum þar sem spilling er minnst.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: