- Advertisement -

Beitti Katrín Guðlaug Þór neitunarvaldi?

Enn og aftur að hinni svokallaðri hernaðaruppbyggingu í Helguvík. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur orðið:

„Mér finnst óboðlegt ef hæstvirtur utanríkisráðherra er settur í þá stöðu að samstarfsflokkur, forystuflokkurinn í ríkisstjórn, Vinstri græn, er kominn með neitunarvald í því að kalla eftir umræðu og taka ákvarðanir í mikilvægum málum eins og varnar- og öryggismál eru.“

Þarna var Þorgerður Katrín með létta stungu. Er kannski sprunga í ríkisstjórnarsamstarfinu? Nei, Guðlaugur Þór sagði:

„Ég geri engar athugasemdir við það, hvorki innan ríkisstjórnar né annars staðar, að menn vilji ræða þessi mál. Þetta voru bara ein aukafjárlög en við eigum að ræða þessi mál í stærra samhengi, annað væri óeðlilegt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er kannski ekki komin sprunga en það kann að verða að breytast þegar Guðlaugur Þór hreyfir á ný hið ótrúlega mál.

Þorgerður Katrín hélt áfram: „Ég er bæði að kalla eftir svörum hjá hæstvirtan utanríkisráðherra, hvort hann muni ekki örugglega fylgja þessum tillögum sínum eftir vegna öryggis- og varnarhagsmuna Íslands og vegna hagsmuna Suðurnesjamanna, en ekki síður að segja að við viljum ræða þetta og við viljum sýna hæstvirtur ráðherra stuðning í þessu efni.“

Í fyrstu ræðu sinni um þetta mál sagði utanríkisráðherra:

„Það þarf ekki að koma neinum á óvart að ég komi fram með slíkar hugmyndir og ég vonast til þess að við munum ræða þessi mál, ekki bara það sem snýr að þessari einstöku hugmynd heldur bara almennt þegar kemur að öryggis- og varnarmálum og hvernig við getum best staðið að þeim í nútíð og framtíð. Ég held að háttvirtur þingmaður þekki mig alveg að þegar kemur að því að ég telji eitthvað sé skynsamlegt fylgi ég því eftir og ætla ekkert að sundurgreina hvernig það er gert. Hins vegar er fullkomlega eðlilegt að menn vilji ræða það, bæði innan ríkisstjórnar og annars staðar, og síðan komast menn að einhverri niðurstöðu þegar þar að kemur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: