- Advertisement -

Bensínokur á Suðurnesjum

„Gerði í kvöld smá athugun á bensínverði hér á Suðurnesjum, á meðan að verðstríð er í gangi  á Akureyri,“ skrifar Hannes Friðriksson.

„Á lágverðsbensínstöðvunum hér er verðið 215.7 kr. hjá OB og Atlantsolíu, sem sagt engin samkeppni. Hjá hinum bensínstöðvunum þar sem þjónusta er er verðið frá 223, 6 og upp í 224,9 sem mér er sagt af bensínstöðvarmönnum hér á Suðurnesjum að sé hörð samkeppni. Verðið á lítri af bensíni hjá Costco var síðast þegar ég keypti í síðustu viku rétt um 182, kr og nú er boðið bensín á bensínstöðvum á Akureyri fyrir u.þ.b 185 kr, sem er svipað og boðið er í kringum Costco. Verðmunurinn á ódýrasta bensíninu hér á Suðurnesjum er því í kringum 30 kr. á lítra sem þýðir að munurinn á fyllingu 45 lítra tanks eru 1350. kr. Ég ætla að halda mig við það að fylla á tankinn í Reykjavík, nú eða Akureyri eigi leið þangað. Hér er verið að okra á bensínverðinu .Munurinn er svo meiri ef keypt er á bensínstöð með þjónustu . Mér finnst að við ættum öll að gera það þar til einhver eðlileg samkeppni og sanngirni kemst í gang hérna,“ skrifar Hannes.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: