„Við þurfum að hafa í huga þegar hér kemur hver þingmaðurinn á fætur öðrum sem talar fyrir þessari breyttu innleiðingu á bókun 35 að dómurinn er raunverulega að segja annað en hér er haldið fram. Því er haldið fram linnulaust að Hæstiréttur telji bókun 35 ekki hafa verið réttilega innleidda. Það er bara ekki það sem stendur í dómnum. Ég hvet háttvirta þingmenn til að lesa dóminn betur, glöggva sig betur á honum, apa ekki hver upp eftir öðrum þessa vitleysu. Menn geta alveg notað þennan dóm til að reyna að undirbyggja afstöðu sína og stuðning við málið en gerið þið það þá, ágætu þingmenn, með réttum hætti, því að það sem stendur í dómnum er allt annað en hver þingmaður á fætur öðrum heldur hér fram,“ sagði Bergþór Ólason Miðflokki í umræðum um bókun 35.
Hér má lesa alla ræðu Bergþórs.
Um eða fyrir nýliðna helgi sagðist Bergþór ætla að standa vaktina í Allþingi. Blóðugur upp að öxlum.