- Advertisement -

Bergþór skvetti úr Klausturskálinni yfir Evrópuþingið

Brgþór Ólason flutti jómfrúrræðu sína á Evrópuþinginu og bauð upp á Klaustursmálið.

„Það hefur vakið talsverða athygli að Bergþór Ólason, einn þeirra þingmanna sem höfðu sig hvað mest í frammi í viðbjóðslegu kvenhaturstali Klaustursþingmanna, tók til máls í umræðum Evrópuráðsþingsins um skýrsluna. Ummæli hans voru þó ekki ný af nálinni, en í jómfrúrræðu sinni í Evrópuráðsþinginu valdi Bergþór að bjóða þingmönnum Evrópu upp á sama bullið og hann hefur reynt að selja Íslendingum í fleiri mánuði.“

Þetta skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eftir sérstaka framgöngu Bergþórs Ólasonar á Evrópuþingi í gær. „Stórkostlegum áfanga í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi, áreitni og mismunun gegn konum í þjóðþingum var náð í dag,“ skrifar Þórhildur Sunna.

„Mér fannst ræðan hans Bergþórs frekar vandræðaleg, sér í lagi þegar hann gaf það skýrt til kynna að hann teldi að ég hefði haft frumkvæði að þessari skýrslu í pólitískum tilgangi, til þess að ná höggi á hann eða Miðflokkinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Þórhildur Sunna lét Bergþór ekkert eiga inni hjá sér.

Ég svaraði því til, og vil leggja áherslu á það hér, að skýrslan mín er vissulega samin í pólitískum tilgangi. Sá pólitíski tilgangur hefur hins vegar ekkert með hvorki Bergþór eða Miðflokkinn að gera.

Það er pólitík að konur geti tekið þátt í stjórnmálum án þess að ráðist sé á þær á grundvelli kyns, að gert sé lítið úr þeim fyrir útlit þeirra, klæðaburð, fas, kvenleika, skort á kvenleika, kynþokka, skort á kynþokka eða nokkuð annað sem hefur nákvæmlega ekki neitt um það að segja hvers virði þeirra hugmyndir, rök og erindi í pólitík eru. Það er pólitík í því að konur þurfi ekki að lifa við að vera beittar kynferðislegu áreiti og jafnvel kynferðislegu ofbeldi við störf sín í pólitík.

Sú pólitík hefur ekkert með meinta velvild eða óvelvild mína í garð Miðflokksmanna að gera. Sú pólitík snýr að því að útrýma andrúmslofti þar sem konur í allri Evrópu finnast þær minna virði, minna metnar og í hættu á að verða fyrir ofbeldi vegna þátttöku sinnar í pólitík.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: