- Advertisement -

Besta eftirlauna kerfi í heimi, eða hvað?

Þau hvorki eiga né hafa ráðstöfunarrétt yfir lífeyrissjóðunum.

Wilhelm Wessman skrifar:

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telja að þau geta hrifsað til sín lífeyrissjóðina um leiða og þau stæra sig af að hvergi í heimi hafa eldri borgarar það betra „þökk sé þeim að þeirra sögn“.

Á þingi Norðurlandaráðs nýverið kom eftirfarandi fram:
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill tryggja að lífeyrissjóðir leggi sitt af mörkum til loftslagsmála með því að fjárfesta í grænum skuldabréfum. Þetta var meðal þess sem fram kom fram í ræðu Katrínar á þingi Norðurlandaráðs sem nú er haldin í Stokkhólmi.

Í Morgunblaðinu í dag kom fram eftirfarandi hjá Bjarna Benediktssyni:
Hvað ellilífeyriskerfið varðar þá mun sjóðasöfnun í lífeyrissjóðakerfinu hjálpa okkur. Þeim árgöngum fækkar sem hafa takmörkuð eða léleg lífeyrisréttindi. Þeir árgangar koma inn á lífeyri sem hafa einfaldlega safnað sér fyrir góðum eða bærilegum lífeyri. Þessi viðsnúningur verður einhvern tímann á tímabilinu eftir 2030 en þangað til mun þunginn í þessu vaxa eitthvað fyrir ríkissjóð.“

Þjóðin verður að gera kröfur til að æðstu stjórnendur þjóðarinnar skilji til hver lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir. Þeir voru ekki stofnaðir til að kaupa verðlaus skuldabréf og þaðan af síður til að standa undir skuldbindingum Tryggingastofnunar ríkisins. Þeir voru stofnaðir sem söfnunarsjóðir til þess að við gætum átt áhyggjulaust ævikvöld. Ígildi að safna inn á söfnunarreikning í banka.

Þau hvorki eiga né hafa ráðstöfunarrétt yfir lífeyrissjóðunum.

• Eftirfarandi eru staðreyndir:

• Gert er ráð fyrir að hækkun eftirlauna frá Tryggingastofnun ríkisins verði 3.5% um næstu áramót. Á sama tíma hefur launavísitalan hækkað um 6%, eða næstum helmingi meira en eldri borgarar eiga nú að fá.

• Eftirlaun eru 248, 105 krónur fyrir skatt og 45% skerðingu ef viðkomandi hefur greiðslu frá lífeyrissjóð.

• Íslenska ríkið ver 2,6% af VLF í lífeyrir aldraða sem er ekkert annað en endurgreiðsla til okkar sem höfum greitt skatta alla starfsævi.
• Hlutfallið er 6,6%-11,4% á hinum norðurlöndunum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: