- Advertisement -

Betra að setja strax niður pálma úr plasti

„Sjald­an hafa liðið nema örfá ár fyrr en búið var að skipta þess­um plönt­um út fyr­ir ein­hvers kon­ar plast­plönt­ur.“

Jóhann Pálsson, grasafræðingur og fyrrverandi garðyrkjustjóri Reykjavíkur, segir að ör­ugg­ara væri að skipta fyr­ir­huguðu pálm­um út fyr­ir pálma úr plasti eða ein­hverju öðru strax í byrj­un. „Nú ef efniviður­inn væri nógu traust­ur mætti sleppa gler­hjúpn­um og sparaðist mikið með því og pálm­arn­ir sæj­ust bet­ur. En ósköp held ég nú samt að tveir pálm­ar geri lítið á stóru torgi,“ skrifar hann í grein sem Mogginn birti í dag.

Jóhann bendir á að pálm­ar hafa þró­ast í hlýju lofts­lagi þar sem árstíðasveifl­ur eru ekki mikl­ar. „En við Íslend­ing­ar höf­um mikla reynslu í að hita upp hí­býli okk­ar svo vafa­laust get­um við hitað upp glert­urn­ana. Pálm­arn­ir hafa líka ræt­ur og jarðveg­ur­inn þarf að hafa viðun­andi hita­stig svo lík­lega þurf­um við að ganga frá ein­hverri hita­veitu neðanj­arðar. Þá er það birt­an, ef til vill næg­ir hún yfir sum­ar­mánuðina, ef hún verður ekki of sterk. Í flest­um gróður­hús­um þarf að skyggja með gard­ín­um eða máln­ingu á glerið yfir há­sum­arið en á vet­urna er varla nokk­ur gróður sem þrífst án þess að hafa aðra birtu­gjafa en sól­ar­ljósið. Eins og aðrar plönt­ur þurfa pálm­ar að anda. Það er nóg af súr­efni á Íslandi en þeir anda frá sér kolt­ví­sýr­ingi og raka. Eldra fólk minn­ist þess að áður en farið var að hafa tvö­falt gler í glugg­um skrýdd­ust glugg­ar skraut­leg­um frostrós­um á vet­urna en vafa­laust hafa hönnuðir séð lausn­ir á öll­um þess­um vanda­mál­um.“

Þekking Jóhanns getur ekki virkað sem hvatning fyrir það fólk sem vill fá pálmatré í Vogabyggð.

Jóhann bendir einnig á þetta:

„Arki­tekt­ar hér á landi og víðar á Norður­lönd­um hafa löng­um leit­ast við að gera ráð fyr­ir pálma- og trjálund­um inni í stór­um rým­um í bygg­ing­um sem þeir hanna. Vildu þeir með því gera um­hverfið hlý­legra. Sjald­an hafa liðið nema örfá ár fyrr en búið var að skipta þess­um plönt­um út fyr­ir ein­hvers kon­ar plast­plönt­ur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: