- Advertisement -

Bíó og Bó í Bæjarbíói

Menning Bæjarbíó í Hafnarfirði var tekið í notkun árið 1942. Um helgina verður mikið um að vera í þessu fornfræga húsi. Húsið verður opnað á ný með margskonar uppákomum.

Hæst rísa tónleikar Björgvins Halldórssonar, en svo ótrúlegt sem það nú er, þá verða þetta fyrstu tónleikar hans í heimabænum, Hafnarfirði. Björgvin ætlar að bjóða upp á „Greatest hits“ eins og hann segir sjálfur, og segja sögur af sér, lögum sínum, Hafnarfirði, Hafnfirðingum og öðru góðu fólki. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og miðasala er á Súfistanum (beint á móti Bæjarbíói) og á midi.is

Bæjarbíó við Strandgötu í Hafnarfirði. Þar verður mikið um að vera um helgina.
Bæjarbíó við Strandgötu í Hafnarfirði. Þar verður mikið um að vera um helgina.

Á laugardaginn kl. 21.00 er það svo hafnfirskt bíó og grín. Þá verða tvær myndir leikstjórans og Hafnfirðingsins Gunnars Björns Guðmundssonar sýndar, Astríopía (2007) sem gerist einmitt í Hafnarfirði, og stuttmyndin Karamellumyndin (2009) . Gunnar Björn mun sjálfur kynna myndirnar fyrir sýningu og á milli mynda munu Radíusbræður, Hafnfirðingarnir Steinn Ármann og Davíð Þór skemmta fólki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sunnudagurinn verður svo tileinkaður Þráni Bertelssyni og fjórar af myndum hans sýndar. Kl. 15.00 er það Jón Oddur og Jón Bjarni. Löggulíf kl. 17.00, Dalalíf kl. 19.00 og svo Nýtt líf kl 21.00.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: