- Advertisement -

Bjarna er andskotans sama um þjóðina

Gunnar Smári skrifar:

Það sem nýfrjálshyggjunöttarar sjá í þjóðarsjóð er að eyða félagslegum áherslum úr opinberum rekstri og láta opinber fyrirtæki (og nýtingu auðlinda almennings) taka upp kapítalískt rekstrarform. Eina markmið fyrirtækjanna verður á eftir að skila eiganda sínum sem mestum arði. Það verður ekki markmið lengur að tryggja öllum landsmönnum ódýra og örugga húshitun, svo dæmi sé tekið. Sömu forsendur eru að baki bankasýslu ríkisins, þar sem ríkið sem eigandi að bönkunum er skilgreindur sem kapítalisti sem vill sem mestan arð, en ekki félag okkar allra sem vill lága vexti og kostnaðarlitlar peningaveitur fyrir almenning.

Þegar búið er að flytja hin kapítalísku lögmál yfir á hið opinbera svið; er spurt: Hverju skiptir hver á bankana eða orkufyrirtækin? Er ekki allt eins gott að selja þetta? Erum við nokkru betur sett um að halda þessu í opinberum rekstri? Og þegar búið er að skúra út öll félagsleg markmið úr félagslegum rekstri verður fátt um svör. Og þegar búið verður að færa einkaaðilum (þ.e. hinum ríku, hin hafa ekki efni á að kaupa upp eigur almennings, eiga fullt með sitt) orkufyrirtækin og bankanna snúa nýrjálshyggjunöttararnir sér að vegakerfinu (vegatollar), heilbrigðis- og menntakerfinu og félagslega íbúðarkerfinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það síðastnefnda er langt komið. Það er markmið Félagsbústaða undir stjórn meirihlutans í borginni að hækka leiguna upp í það sem stóru leigufélög hrægammanna rukka sína leigjendur um. Þetta er gert í því skálkaskjóli að húsaleigubætur muni vega upp á móti hækkuninni. Þegar leigan hjá Félagsbústöðum verður orðin sú sama og hjá Heimavöllum mun Viðreisn/Samfylkingin bera upp spurninguna: Hvað græðum við á því að eiga Félagsbústaði? Eigum við ekki bara að selja Gamma húsin og nota söluverðið í eitthvað gott (kannski gera upp annan bragga)?

Þetta er söguþráður einkavæðingar síðustu áratuga. Kapítalismanum var haldið frá stórum hlutum samfélagsins fyrir örstuttu síðan; byggt var upp velferðarkerfi og innviðir, auðlindir nýttar til almannaheilla og rammi settur utan um skaplegt samfélag sem miða átti að þörfum almennings. Nýfrjálshyggjan snýst um að fella þennan ramma, brjóta girðingarnar og bora gat á vörnina svo kapítalistarnir komist inn til að hirða upp það sem almenningur byggði upp með félagslegum rekstri á síðustu öld. Þetta meta kapítalistarnir sem einu leið sína til að geta vaxið og orðið enn ríkari, þetta er þeirra nýlendustríð. Þess vegna leggur Bjarni Benediktsson til þjóðarsjóð. Honum er andskotans sama um þjóðina, hans markmið er og hefur alltaf verið að ræna þjóðina. Hann er óligarki. Og því miður hefur hann ráðið forystu VG og Framsóknar, fyrrum félagslegra flokka, til að sendast fyrir sig.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: