- Advertisement -

Bjarna mislíkaði og hótaði forsetanum

„Þegar forsetinn gagnrýnir ríkisstjórnina – réttilega – fyrir framkomu sína gagnvart öldruðum og öryrkjum þá bregst fjármálaráðherra við með því að hóta að skera niður fjárveitingar til forsetaembættisins. Er ríkisstjórnin sem sagt komin á þann stað að hóta þeim sem gagnrýna hana – jafnvel sjálfum forseta lýðveldisins? – Er þetta fólk ekki í lagi?“

Þetta skrifaði Össur Skarphéðinsson, fyrir réttum þremur árum. Þá hafði Bjarni Benediktsson sent frá sér meðfylgjandi tilkynningu.

Ástæða viðbragða Bjarna var viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, þáverandi forseta Íslands, þar sem hann tók þátt í matardreifingu Fjölskylduhjálpar Íslands.

„Þeir sem hafa byggt upp þetta þjóðfélag, þá velmegun sem við njótum í dag, þá innviði þess Íslands sem við þekkjum, eru hinir öldruðu,“ sagði Ólafur Ragnar fyrir jólin 2015.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við eigum þakkarskuld við þetta fólk að það geti lifað sómasamlegu lífi og hvort sem það eru aldraðir eða öryrkjar eða fólkið sem þarf að standa hérna í biðröð í kuldanum til að eiga mat fyrir sjálfan sig og börnin er auðvitað merki um það að við sem þjóð höfum ekki staðið okkur.“

Forsetinn sagði að honum væri það óskiljanlegt að hér á landi skuli ekki allir geta haldið mannsæmandi jólahátíð en þurfi að reiða sig á matargjafir og aðra aðstoð. Hann sagði að aldraðir og öryrkjar eigi ekki að þurfa að bíða í röð úti í kuldanum eftir aðstoð.

Bjarni brást reiður við og benti forseta á hverjar afleiðingar gætu orðið héldi hann áfram gagnrýni á ríkisstjórnina.

Á Vísi segir vegna málsins:

„Samkvæmt fjárlögum mun embætti forseta Íslands fá úthlutað rétt tæpum 260 milljónum úr ríkissjóði á næsta ári. 218,3 milljónir renna til almenns reksturs og 35,4 milljónir til opinberra heimsókna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: