- Advertisement -

Fortíð: Ráðherrabílstjórinn svaf yfir sig

Sá fáheyrði atburður varð  er Vigdís Finnbogadóttir kom heim úr heimsókn til Kanada að handhafar forsetavalds mættu ekki til að taka á móti forsetanum við heimkomuna. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sat ríkisstjórnarfund og komst ekki þess vegna. Bílstjóri Steingríms átti að sækja Guðrúnu Helgadóttur, forseta sameinaðs þings, og Magnús Thoroddsen, forseta Hæstaréttar, Bílstjórinn svaf yfir sig og þegar hann var ekki kominn til að sækja Guðrúnu Helgadóttur samkvæmt fyrirhugaðri áætlun hringdi Guðrún í bílstjórann. Hann var þá í fasta svefni.

Bílstjórinn rauk til og sótti Guðrúnu. Þá var næsta að sækja forseta Hæstaréttar. Þau voru orðin allt of  sein og á leið heim til Magnúsar urðu enn frekari tafir. Mikil umferð var og seinkaði það ferðinni allverulega. Þegar hann renndi loks í hlað hjá Magnúsi var greinilegtað þau myndu aldrei ná á til settum tíma til Keflavíkur. Þá var tekin sú ákvörðun að hætta við að taka á móti forsetanum. Þetta mun vera einstakt ísögu lýðveldisins – það er að handhafar forsetavalds taki ekki á móti þjóðhöfðingjanum er hann kemur úr opinberri embættisferð.

Úr Sandkorni DV frá árinu 1988.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: