- Advertisement -

Sendiherrar Davíðs

Á því ári sem Davíð Oddsson var utanríkisráðherra skipaði hann fjölda nýrra sendiherra.

„Á undanförnum árum hafa pólitískar embættisráðningar í utanríkisþjónustunni aukist til muna. Af forstöðumönnum á 23 sendiskrifstofum, þar sem rekið er sendiráð, fastanefnd eða aðalræðisskrifstofa eða starfsmaður með sendiherratitil skipaður í starf hjá alþjóðastofnun, voru í mars 2007 tíu pólitískt skipaðir eða um 45 prósent,“ segir í bréfi starfsmannaráðs utanríkisráðuneytisins eftir að Davíð lét af störfum.

Þar segir og að starfsmannaráðið að þetta háa hlutfall eigi sér ekki hliðstæðu í öðrum vestrænum ríkjum.

Einnig segir í bréfinu að pólitískt skipaðir sendiherrar sitji lengur í embættum erlendis en faglega ráðnir kollegar þeirra. Hinir pólitískt ráðnu taki að jafnaði ekki við skrifstofustjórastörfum í ráðuneytinu, líkt og sendiherrar úr röðum embættismanna geri.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Fullyrðing Starfsmannaráðsins þess efnis að pólitískum ráðningum hafi fjölgað á síðustu árum á við rök að styðjast. Davíð Oddsson skipaði tíu sendiherra á því rúmlega eina ári sem hann var utanríkisráðherra. Þar af voru tveir embættismenn úr ráðuneytinu sem hættu fljótlega. Af hinum átta voru sjö ráðnir á augljósum pólitískum forsendum. Þetta voru þeir Albert Jónsson og Ólafur Davíðsson sem komu með Davíð úr forsætisráðuneytinu. Í þessum hópi voru jafnframt Markús Örn Antonsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Sighvatur Björgvinsson, Kristján Andri Stefánsson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir,“ sagði í blaðagrein frá þessum tíma.

Allt þetta fólk var skipað í stöðu sendiherra, án þess að hafa starfað í utanríkisráðuneytinu til lengri tíma. Í bréfinu til ráðherrans segir að þetta stingi í stúf við þá áherslu að forstöðumenn á sendiskrifstofum hafi aflað sér víðtækrar reynslu í utanríkisþjónustunni.

Á sama tíma var gnótt sendiherra án sendiráða, þeir voru á „göngudeildinni“ í ráðuneytinu við Rauðárstíg.

Davíð skipaði þetta fólk sem sendiherra á því eina ári sem hann var utanríkisráðherra:

Albert Jónsson

Bergdís Ellertsdóttir

Guðmundur Árni Stefánsson

Hannes Heimisson

Helgi Gíslason

Júlíus Hafstein

Kristján Andri Stefánsson

Markús Örn Antonsson

Ólafur Davíðsson

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir

Sveinn Á. Björnsson.

 

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: