- Advertisement -

Bjarna var hressilega misboðið

Á dagskrá Alþingis í dag er útlendingamál Jóns Gunnarssonar. Svona er mælendaskráin núna. Hún á eftir að breytast og lengjast. Umræðunni lauk klukkan tvö í nótt.

„Manni er nú hressilega misboðið hvernig öllu er snúið á hvolf í umræðu um mál sem hefur fengið verulegan tíma í þingstörfum þessa vetrar og sömuleiðis hefur verulega verið komið til móts við sjónarmið minnihlutans um að fresta umræðu og bíða og sjá til o.s.frv. Það er ekki bara á þessu þingi heldur líka á fyrri þingum þar sem málið hefur strandað ítrekað, efnislega sama mál, vegna þess að minnihlutinn hefur ekki getað þolað það fyrir sitt leyti, þrátt fyrir að vera einmitt hér í minni hluta á þinginu alltaf að slá um sig með lýðræðishugtökum, að Alþingi leyfði meirihlutavilja þingsins að koma fram,“ sagði Bjarni Benediltsson á Alþingi í gær. Þá var tekist á um hversu lengi þingfundur mundi standa. Píratar hafa farið fyrir málþófi um útlendingamál Jóns Gunnarssonar.

„Þetta sama fólk telur sig þess umkomið að skipa fólki að koma í umræðuna hér á þingi eins og það eigi að lúta fyrirmælum Pírata eða annarra þingflokka um það hvort það tekur þátt í umræðunni. Mér er gjörsamlega misboðið hvernig þeir sem eru ekki í neinu öðru en margra daga málþófi í þinginu þykjast geta talað til annarra þingmanna um það hvernig þingstörfin eigi að fara fram,“ sagði Bjarni.

Efst er mynd af dagskránni æi dag. Þar sést að Gísli Rafn Ólafsson mun eftri skamma stund flytja sína 51 ræðu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: