- Advertisement -

Bjarni Ben í Sprengisandi

Sprengisandur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, verður í löngu fréttaviðtali í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í fyrramálið.

Í þættinum verður rætt við aðra þingmenn og svo verður opnað fyrir símann og hlustendum gefinn kostur á að koma með tilnefningu um hver verði valinn stjórnmálamaður ársins 2015.

Þetta verður í þriðja sinn sem Sprengisandur velur stjórnmálamann ársins. 2013 var það Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og 2014 Dagur B. Eggertsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: