- Advertisement -

Bjarni Ben: Kaupmáttur eldri borgara hefur hækkað mest allra

„Við höfum sömuleiðis verið í tilviki öryrkjanna með samtal í gangi í mörg ár og tekið frá fjármuni til að styrkja stuðningskerfi þeirra og ég vonast til að við fáum niðurstöðu í það.“

„Við höfum ákveðið að skipa því þannig með lögum hvernig við bætum kjör þeirra sem ekki hafa náð að byggja upp lífeyrisréttindi yfir starfsævina í tilviki eldri borgara og hvernig við byggjum upp bótakerfi fyrir þá sem hafa orðið fyrir áföllum eða koma inn í heiminn með skerta starfsgetu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í morgun.

„Þar er gert ráð fyrir því að frá ári til árs verði breytingar til hækkunar í samræmi við almenna kjaraþróun í landinu. Það er ekki vísað sérstaklega til þess sem gerist með lægstu taxta, en við erum á undanförnum árum búin að gera annars vegar mjög mikla og jákvæða breytingu á kjörum eldri borgara þar sem við getum t.d. séð inni á tekjusögunni svo að ekki verður um villst að sá hópur Íslendinga sem hefur notið mestrar hækkunar kaupmáttar á undanförnum árum er einmitt eldri borgarar. Þar spila saman nokkrir þættir, það eru fleiri og fleiri að koma inn með betri lífeyrisréttindi en hækkun bóta skiptir líka verulega miklu máli. Við höfum sömuleiðis verið í tilviki öryrkjanna með samtal í gangi í mörg ár og tekið frá fjármuni til að styrkja stuðningskerfi þeirra og ég vonast til að við fáum niðurstöðu í það. En hinar árlegu breytingar verða í samræmi við lög. Það er út frá því gengið a.m.k. í áætlunum okkar í dag.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: