- Advertisement -

Bjarni Ben og Sigurður Ingi hlógu meðan Inga Sæland talaði

Enn bíða öryrkjar eftir réttlæti.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, skrifar:

Mér fannst ekki smart að sjá Bjarna Ben. og Sigurð Inga hlæjandi við símana sína á undir ræðu Ingu.

Ég horfði á ræður alþingismanna í upphafi þings núna í kvöld. Sumir en ekki margir stóðu upp úr, en hér og nú ætla ég að þakka Ingu Sæland sérstaklega fyrir hennar ræðu, ég verð þó að segja að mér fannst ekki smart að sjá Bjarna Ben. og Sigurð Inga hlæjandi við símana sína á undir ræðu Ingu. Hún spurði hvernig ætla stjórnvöld að standa við öll stóru orðin og loforðin sem lofuð voru í aðdraganda síðustu kosninga?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þá var þessi fræga setning sett fram og örugglega varð þessi setning til þess að margir kusu akkúrat þann sem þetta sagði: stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlæti! Enn bíða öryrkjar eftir réttlæti, það að strípaður örorkulífeyrir sé í dag rúmar 247.000 kr. f.sk. ber í mínum huga ekki vott um réttlæti. Þrátt fyrir tæpar 10.000 kr. í skattalækkun sem kemur inn of seint, þá er þessi upphæð lítilsvirðandi við fólk sem á allt sitt undir réttlætiskennd stjórnvalda.

Í dag er strípaður örorkulífeyrir rúmum 30.000 kr. lægri en atvinnuleysisbætur og ef fram fer sem horfir mun gliðnun milli örorkulífeyris og lægstu launa verða enn meiri á næsta ári. Ég hlýt að spyrja er þetta réttlæti stjórnvalda gagnvart fötluðu og langveiku fólki, eða mun eitthvað verða gert til að bæta kjör þessa hóps?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: