- Advertisement -

Bjarni Ben tjáir sig – óskýrt

Hér á eftir er ein af þingræðum Bjarna Benediktssonar. Svo virðist sem ráðherrann sé í vandræðum með að orða það sem hugsar:

„Það er auðvitað þannig að þegar við smíðum lög og veitum aðgang að styrkjum, þar sem við erum með svona marga mælikvarða sem þarf að horfa til og síðan undanþágur frá þeim mælikvörðum fyrir fyrirtæki sem við höfðum áhyggjur af að myndu rekast á of ströng skilyrði samkvæmt almennum reglum, þá erum við að búa til flókið kerfi sem er ekki alveg auðvelt að forrita í kringum og það kallar á mjög mikla vinnu.“

Þessi setning er 74 orð. Bjarni tók sig aðeins á:

„Eftir gamla laginu hefðum við gert þetta allt í bréflegum samskiptum. En við erum að reyna að gera þetta á tækniöld með stafrænum samskiptum og það kallar á að undirbúningur sé með þeim hætti að við fáum rétta niðurstöðu. Ég held að þegar upp verður staðið þá muni það reynast rétt ákvörðun að treysta á þessi samskipti með þeim hætti. Þetta er alveg gild spurning sem velt er upp, hvernig við getum tryggt að álaginu sé dreift, en það sem við höfum einfaldlega sagt við Skattinn er að menn geta sótt allan þann stuðning sem þarf á að halda og það er unnið hörðum höndum að því að leysa úr þessum tæknilegu vandamálum.“

Vel má vera að einhver hafi gagn af þessum orðum ráðherrans.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: