- Advertisement -

Bjarni borgar ekki ljósmæðrum – þrátt fyrir dóm um annað

Er BB í sínu embætti hafinn yfir dóma og lög?

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir skrifar:

Enn um vanvirðingu fjármála og efnahagsráðherra gagnvart ljósmæðrum.

Nú fjórum árum eftir að ríkið hélt eftir launum ljósmæðra fyrir unna vinnu á milli verkfallsdaga og fimm mánuðum eftir að hæstiréttur dæmdi ljósmæðrum í vil og dæmdi þar með ríkið til að greiða þessi laun tafarlaust þá bólar ekkert á laununum og heyrist hvorki hósti né stuna. Er það virkilega svo að BB í sínu embætti sé hafinn yfir dóma og lög?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Til áminningar þá voru ljósmæður einnig búnar að vinna málið í undirrétti en ríkið áfrýjaði þeim dómi til hæstaréttar. Ég velti því fyrir mér hvaða fordæmi liggur í svona vinnubrögðum og einnig hvort skattgreiðendur séu sáttir við svona dýrar aðgerðir ríkisins í tilraunum sínum við að brjóta á réttindum ríkisstarfsmanna. Það eru jú alveg klárt að lögum samkvæmt skal greiða umsamin laun fyrir unna vinnu og að þrældómur er með öllu bannaður hér á land.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: