- Advertisement -

Bjarni einfaldaði en flækti svo aftur

…og tekið verði almennilega á óskynsamlegum og óeðlilegum skerðingum.

Bjarni kynnir fjárlagafrumvarpið.
Mynd: Stjórnarráðið.

„Fyrir fáeinum árum kynnti fjármálaráðherra stoltur, sem von var, að skattkerfið yrði einfaldað og skattþrepum fækkað úr þremur í tvö. Nú tilkynnir sami ráðherra að kerfið verði flækt aftur og þrepunum fjölgað úr tveimur í þrjú,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni í gærkvöld.

„Eldri borgarar og aðrir lífeyrisþegar þurfa þó enn að bíða áfram eftir því að loforð um sanngjarnara lífeyriskerfi verði uppfyllt og tekið verði almennilega á óskynsamlegum og óeðlilegum skerðingum. Ekki vantar þó að ríkisstjórnin finni upp ný nöfn á hlutina að hætti orwellskra stjórnmála. Nú er svokallað velsældarhagkerfi kynnt til sögunnar með þeim leiðbeiningum að því verði náð með stefnumótun og fjárútlátum sem styðji við velsældarmarkmiðin. Sú vinna mun væntanlega kalla á fjölmargar nýjar nafngiftir og enn meira eftirlit á flestum sviðum, en eins og þingmenn voru minntir á í predikun í gær getur það endað illa þegar menn reyna að skipuleggja guðsríki á jörð. Líkur eru á að slíkar tilraunir skili sér ekki velsældarhagkerfi heldur vesældarhagkerfi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: