- Advertisement -

Bjarni fer gegn bótasvikum

Bjarni seg­ir mik­il­vægt að koma í veg fyr­ir bóta­svik.

Vegna marklausrar áætlunar í ríkisfjármálum leitar Bjarni Benediktsson, og hans fólk í ráðuneytinu, allra leiða til leiðréttingar á áætluninni. Mogginn talar við Bjarna af þessu tilefni.

„Þetta er rétti tím­inn til að snúa við hverri krónu og skoða leiðir til að gera bet­ur,“ sagði Bjarni við Moggann.

„Það er al­veg ljóst að þær um­bæt­ur sem við höf­um gert í til­færslu­kerf­un­um á und­an­förn­um árum, það er al­manna­trygg­ing­um og sjúkra­trygg­ing­um, taka mjög mikið til sín og skilja eft­ir minna svig­rúm fyr­ir aðrar áhersl­ur í rík­is­fjár­mál­un­um,“ sagði Bjarni við Moggann.

„Þar kem­ur við sögu hækk­andi ald­ur þjóðar­inn­ar sem þýðir fjölg­un þeirra sem fá líf­eyr­is­greiðslur al­manna­trygg­inga. Rétt­indi þeirra hafa verið bætt mjög veru­lega á und­an­förn­um árum. Heild­ar­út­greiðslur vegna ör­orku hafa einnig hækkað vegna fjölg­un­ar ör­yrkja og styrk­ing­ar kerf­anna. Bjarni sagði það kalla á ráðstaf­an­ir ann­ars staðar til að standa und­ir því. Hann seg­ir mik­il­vægt að koma í veg fyr­ir bóta­svik. Mark­miðið með bóta­kerf­un­um þurfi að nást, en það er að ná til þeirra sem eru í mestri þörf.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: