- Advertisement -

Bjarni fjármálaráðherra er rangstæður

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir nefndi fyrirætlanir Bjarna Benediktssonar um að þröngva ÍL-sjóði upp á lífeyrissjóðina. Þeir hafa látið lögfræðiálit, sem Bjarni hefur vísað út í hafsauga.

„Lögfræðiálitið, myndi ég segja á kjarnyrtri íslensku, slátrar málflutningi fjármálaráðherra í máli þessu. Það er auðvitað umhugsunarvert og ætti að vera umhugsunarvert fyrir Sjálfstæðismenn ekki síst að það sé verið að tala um það að atlagan að eignarréttindum sé með þeim hætti að hún fari í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála, að fjármálaráðherra í þessari ríkisstjórn sitji og föndri þannig fjármálagerninga að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar er kippt úr sambandi. Ég nefni þetta í samhengi við það að fyrir lá ósk mín um að þingið léti vinna lögfræðiálit vegna þessa máls fjármálaráðherra sem hann hefur boðað hingað inn í þingsal öðru hvorum megin við jól. Því var hafnað eins og svo mörgu sem stjórnarandstaðan biður um. Kannski var ástæðan sú að það blasti við að niðurstaðan yrði þessi. Ríkisstjórnin er rangstæð gagnvart stjórnarskrá Íslands samkvæmt þessu áliti,“ sagði Þorbjörg Sigríður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: