- Advertisement -

Bjarni fullyrðir að lífsgæði séu hvergi meiri en á Íslandi

Það þýðir ekki að við höfum leyst hvers manns vanda.

Guðmundur Ingi Kristinsson:
Við vitum að þarna úti eru einstaklingar með undir 200.000 kr. og svo er stór hópur sem hefur rétt yfir 200.000 kr. til að lifa af á mánuði.

„Veruleikinn er hins vegar annar, ég fullyrði að lífsgæði eru hvergi meiri en á Íslandi,“ sagði Bjarni Benediktsson í þingræðu þegar hann skiptist á skoðunum við Guðmund Inga Kristinsson.

Guðmundur Ingi minnti á að Bjarni hafi sagt okkur búa í besta landi í heimi, að við höfum bestu lífskjörin; „…allt rosalega frábært, en þetta er samt sami fjármálaráðherrann og sagði á sínum tíma að hann myndi ekki treysta sér til að lifa af lægstu bótum almannatrygginga Tryggingastofnunar ríkisins með börn á framfæri sínu. Hvort hann stendur við það enn þá væri mjög gott að vita og ef hann stendur við það hvernig hann ætli að leysa vanda þeirra einstaklinga sem þarna eiga í hlut. Við vitum að þarna úti eru einstaklingar með undir 200.000 kr. og svo er stór hópur sem hefur rétt yfir 200.000 kr. til að lifa af á mánuði. Allir gera sér grein fyrir því að það er svo til vonlaust,“ sagði Guðmundur Ingi og bætti við:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér kemur upp þingmaður sem er holdgervingur þeirra sjónarmiða sem ég rakti áðan, þ.e. það er látið eins og hægt sé að leysa hvers manns vanda.

„Ég spyr hæstvirtan fjármálaráðherra: Er hann með einhver plön um að sjá til þess að þessi hópur geti lifað mannsæmandi lífi, geti lifað af bótunum, treysti sér til þess sem hann treysti sér ekki til að gera sjálfur?“

Bjarni leyndi ekki að honum var misboðið:

„Hér kemur upp þingmaður sem er holdgervingur þeirra sjónarmiða sem ég rakti áðan, þ.e. það er látið eins og hægt sé að leysa hvers manns vanda, þetta sé bara spurning um vilja, það sé enginn skortur og engin takmörkuð gæði. Veruleikinn er hins vegar annar, ég fullyrði að lífsgæði eru hvergi meiri en á Íslandi. Ég fullyrði það. Það þýðir ekki að við höfum leyst hvers manns vanda. Það er ómögulegt verkefni sem háttvirtur þingmaður telur að setji Ísland skör neðar en önnur lönd vegna þess að við höfum ekki gert það. Við höfum hins vegar gert ótrúlega vel og það er ekki sjálfgefið mál að menn setji jafn mikla fjármuni inn í almannatryggingakerfið og við höfum gert á undanförnum árum til að gera betur við þá sem eru komnir á lífeyrisaldur og eru á örorkubótum. Við höfum gert mun betur og við höfum gert stórkostlegt átak. Þetta sýna allar tölur,“ sagði Bjarni. 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: