- Advertisement -

Bjarni fundaði með Landsvirkjun

Gunnar Bragi Sveinsson:
„Engan sáttatón er að finna í orðum forstjóra Landsvirkjunar .“

„Það er sjálfsagt að greina frá því að ég átti ásamt iðnaðarráðherra fund með forstjóra og stjórnarformanni Landsvirkjunar í síðustu viku þar sem við höfðum óskað sérstaklega eftir mati Landsvirkjunar almennt á rekstrarskilyrðum viðskiptavina Landsvirkjunar,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í gær.

Það var Gunnar Bragi Sveinsson sem hóf umræðuna. Hann lýsti áhyggjum yfir stöðu stóriðju í landinu. Ekki síst álverinu í Straumsvík. Gunnari Braga þykir Landsvirkjun of freka til fjárins.

Gunnar Bragi er gagnrýnin á Hörð Ágústsson, forstjóra  Landsvirkjunar:

„Engan sáttatón er að finna í orðum forstjóra Landsvirkjunar þegar kemur að málefnum þessa fyrirtækis, í það minnsta ekki í fjölmiðlum. Við hljótum að kalla eftir því að sú starfsemi sem þarna er í húfi sem og störfin og gjaldeyrisöflunin hverfi ekki og bætist á annan vanda sem við eigum við að etja á Íslandi í dag.“

 Hann spurði Bjarna::

„Telur hann koma til greina að blanda sér ákveðnar í málið? Telur ráðherra koma til greina að fara yfir málið með forstjóra Landsvirkjunar?“

Þessu svaraði Bjarni eins og lesa má í upphafi fréttarinnar.

Gunnar Bragi sagði einnig, áður en Bjarni svaraði, að hann sem ráðherra færi með hlutabréfið í Landsvirkjun.

„Ég verð hins vegar að lýsa mig ósammála háttvirtum þingmanni þegar kemur að því að stjórnvöld geti beitt sér gagnvart fyrirtækinu vegna þess að því eru mjög þröng skilyrði sett þar sem Landsvirkjun er fyrirtæki sem starfar á samkeppnismarkaði,“ sagði Bjarni.

Og endaði ræðu sina með þessum orðum  „Við munum fylgjast náið með því hvernig samskipti þessara fyrirtækja við Landsvirkjun og stjórnvöld almennt þróast á komandi mánuðum.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: