- Advertisement -

Bjarni geldur varhug við vilja Katrínar

Sigmundur Davíð og Bjarni á góðri stund. Það er áður en Sigmundur sagði af sér sem forssætisráðherra.

Félagarnir Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson mættust í umræðu á þinginu í dag.

Sigmundur Davíð byrjaði:

„Hæstvirtur forsætisráðherra tilkynnti nýverið, nú um hátíðarnar, að til stæði að skylda opinbera starfsmenn og kjörna fulltrúa á námskeið, einhvers konar innrætingarnámskeið. Nú spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra: Hvað finnst honum um þetta? Mun Sjálfstæðisflokkurinn virkilega styðja slíkt og þá nýju ríkisstofnun sem á að fylgja því? Og ég er ekki að spyrja um umbúðirnar. Ég er í prinsippinu að spyrja hvort það sé ásættanlegt að mati formanns Sjálfstæðisflokksins að á Íslandi á 21. öld, frjálslyndu lýðræðisríki eins og það var nú jafnan talið, verði innleitt skyldunámskeið um hugarfar og tjáningu fyrir ríkisstarfsmenn, opinbera starfsmenn almennt og stjórnmálamenn.“

Og Bjarni svaraði: „Almennt séð verð ég að segja að ég geld mikinn varhug við því að skylda fólk til að fara á námskeið um einhverja tiltekna hluti og ætla bara að áskilja mér rétt til að skoða tillöguna þegar hún kemur fram; hvers vegna hún er komin fram og hversu líklegt er að hún geti orðið að einhverju gagni yfir höfuð um þessi efni. En tillöguna hef ég bara einfaldlega ekki séð enn þá.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: