- Advertisement -

Bjarni getur vel við unað – fjölmenn samninganefnd Eflingar

Í fyrri hluta leiðara Moggans segir meðal annars:

Kröfu­gerð Efl­ing­ar hljóðar upp á krónu­tölu­samn­inga, líkt og samið var um í síðustu kjara­samn­ing­um. Sú aðferð get­ur aldrei gengið til lengd­ar, af þeirri ein­földu ástæðu að þeir sem eru ekki á lægstu töxt­um sætta sig ekki við að mun­ur­inn á töxt­un­um fjari út. Þetta kann að hljóma ósann­gjarnt í eyr­um samn­inga­nefnd­ar Efl­ing­ar, en all­ar lík­ur eru á að þetta sé veru­leik­inn sem við er að eiga.

Þá er tæp­ast hægt að ætla að kröfu­gerð sem ger­ir ráð fyr­ir 40-45% hækk­un taxta á þrem­ur árum sé sett fram í þeim til­gangi að ná ár­angri, jafn­vel á sama tíma og gerð er krafa um margt annað, svo sem stytt­ingu vinnu­viku.

Í seinni hluta leiðarans segir:

Fyr­ir fá­ein­um vik­um var ekki á vitorði flokks­manna að látið yrði sverfa til stáls um for­ystu flokks­ins. Ekk­ert virt­ist gefa ríku­legt til­efni til slíks, þar sem flokk­ur­inn er í rík­is­stjórn, og vara­samt að rugga þeim bát þegar mál­efna­samn­ing­ur ligg­ur fyr­ir sem mark­ar stefn­una til næstu ára. Hefðu áform um breytta for­ystu náð fram að ganga nú, hefði mátt ætla að nokk­urt upp­nám hefði getað orðið í rík­is­stjórn­inni, jafn­vel svo, að til­veru henn­ar hefði verið ógnað. Nýr formaður hefði vart setið drýgst­an tíma í rík­is­stjórn án þess að hafa megin­á­hrif á stefnu henn­ar. Svo fór að formaður flokks­ins hélt velli með fylgi sem han n get­ur mjög vel unað við.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: