- Advertisement -

Bjarni hætti að tala um hagstjórn

Þingmaður segir Sjálfstæðisflokkinn. „Hann sinnir henni ekki“. Bjarni Ben hafnar ásökunum um slaka hagstjórn. „Það hefur gengið vel frá 2013.“

„Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn ætti kannski að hætta að tala um hagstjórn. Hann sinnir henni ekki. Það er alveg deginum ljósara,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður síns flokks, á Alþingi, þegar hann talaði um efnahagsmál.

Tiltekt eftir útgjaldafyllerí

„Það verður því miður væntanlega hlutskipti næstu ríkisstjórnar, enn og aftur, að taka til eftir þetta útgjaldafyllerí, líkt og fyrir áratug síðan eða svo,“ sagði Þorsteinn og hélt áfram.

„Því miður virðist svo vera, enn og aftur, að okkur takist aldrei að höndla hamingjuna. Okkur tekst aldrei að spila vel úr góðærinu. Við förum alltaf fram úr okkur, við missum alltaf tökin. Það er nefnilega ekki góð hagstjórn, það er ekki góð stjórn á útgjöldum ríkissjóðs að eyða bara því sem aflað er. Það er nefnilega einmitt þegar fjármagnið streymir inn í ríkissjóð sem reynir á íhaldssemina sem Sjálfstæðisflokkurinn á annars svo nóg af. Það væri ágætt ef Sjálfstæðisflokkurinn gæti sýnt meiri íhaldssemi í útgjaldastjórn en hann gerir hér.“

Bjarni Benediktsson: „Svona væri hægt að halda áfram. Hver er frumjöfnuður ríkisins, sem er vísbending um hvernig menn reka ríkið? Ja, hann er einn sá mesti í Evrópu. Ég hafna því algjörlega að það gangi illa í hagstjórninni á Íslandi.“

Endurtökum sömu mistökin

„Hér er verið að endurtaka hagstjórnarmistök sem gerð voru fyrir tíu árum, líka fyrir 20 árum og fyrir 30 árum síðan. Ef við horfum á gengissögu íslensku krónunnar sést að við höfum gengið í gegnum boðaföll í gengi á tíu ára fresti allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar hið minnsta,“ sagði Þorsteinn.

„Þetta umhverfi er ekki vaxtarumhverfi tækni- og sprotafyrirtækja. Við getum eytt öllum þeim tíma sem við viljum í þingsal í að tala fallega um mikilvægi þess að efla menntakerfið og auka fjárfestingu í menntun, en ef við sköpum því fólki sem við ætlum að mennta ekki störf þá er líka ágætt að hafa í huga að í gegnum EES-samninginn erum við með aðgang að alþjóðlegum vinnumarkaði. Þetta vel menntaða fólk leitar einfaldlega annað. Það sjáum við á vinnumarkaðstölum okkar núna. Við höfum fyrst og fremst verið að skapa störf fyrir tiltölulega lágt menntastig að uppistöðunni til.“

Bjarni sáttur með sitt

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kaus að gera athugasemdir við orð Þorsteins.

„Byrjum á því að velta fyrir okkur hvernig gengur í hagstjórninni. Hvernig gengur að halda verðbólgu niðri? Það gengur vel. Hvernig gengur að lækka vexti? Það hefur gengið ágætlega. Hverjir eru raunvextirnir í dag ef ungt fólk tekur húsnæðislán? Ja, þeir eru ekki neitt í líkingu við það þegar ég tók mitt fyrsta húsnæðislán og borgaði 8% fasta verðtryggða vexti. Það eru lægstu raunvextir á húsnæðislán sem við höfum séð. Hvernig gengur að reka ríkissjóð réttum megin við núllið? Það hefur gengið vel frá 2013. Hvernig gengur okkur að losna við skuldir? Ja, við höfum greitt upp 600 milljarða af skuldum frá 2013,“ sagði Bjarni. Og bætti við: „Svona væri hægt að halda áfram. Hver er frumjöfnuður ríkisins, sem er vísbending um hvernig menn reka ríkið? Ja, hann er einn sá mesti í Evrópu. Ég hafna því algjörlega að það gangi illa í hagstjórninni á Íslandi.“

Ríkisfjármálin út af sporinu

„Ríkisvaldið hefur heldur lítið um vinnumarkaðinn að segja en þó eitthvað, en það hefur allt um ríkisfjármálin að segja og talsvert mikið um þá peningastefnu eða peningastjórn sem við störfum eftir. Enn og aftur erum við hér í raun að endurtaka sömu mistök sem fyrr. Ríkisfjármálin eru að fara út af sporinu. Við stefnum sennilega í eitt mesta eyðslukapphlaup sem fram hefur farið í seinni tíð í ríkisútgjöldum. Mér sýnist að í þessari ríkisstjórn hlaupi hver ráðherrann um annan þveran til að ná að auka útgjöld enn frekar en orðið er. Og eru þau þó ærin fyrir,“ sagði Þorsteinn og Bjarni svaraði á augabragði.

„Hvernig gengur að fá frið á vinnumarkaði? Ja, það hefur verið viðvarandi spenna en nafnlaunahækkanir í opinbera geiranum á síðustu 12 mánuðum eru þær lægstu sem við höfum séð lengi og nýbúið að framlengja kjarasamninga.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: