- Advertisement -

Bjarni í bankasölumálinu: „Ríkið á ekki…“

„Ég hef reyndar séð þau rök að það mætti mögulega spara 100 millj. kr. á ári miðað við þær forsendur sem liggja fyrir. Er það raunverulega nóg? Er það næg ástæða til að selja 25% í bankanum? Ég verð að fá einhver jákvæð rök,“ sagði Smári McCarty Pírati í umræðunni um bankasöluna.

Bjarni Benediktsson svaraði meðal annars svona:

„Bestu rökin fyrir því að selja bankann eru einfaldlega þessi hér: Ríkið á ekki að standa í bankarekstri, ríkið á ekki að vera leiðandi í bankarekstri á Íslandi. Ríkið á ekki að ráða yfir tveimur af þremur kerfislega mikilvægum bönkum. Íslenska ríkið er með langstærsta eignarhlut allra ríkja í Evrópu og þótt víðar væri leitað í sínu fjármálakerfi. Þetta eru einföldu rökin. Ef menn hafa ekki trú á þessum rökum þá held ég að við munum aldrei ná saman um verð eða tímasetningu eða nokkurn annan skapaðan hlut vegna þess að menn eru einfaldlega þeirrar skoðunar að ríkið hafi hlutverki að gegna sem leiðandi afl og megineigandi fjármálakerfisins í viðkomandi landi. Það er hugmyndafræðilegur ágreiningur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: