- Advertisement -

Bjarni kæfir „tilraunina“ í fæðingu

„Já, þetta er eiginlega það hrokafyllsta sem ég hef heyrt.“

Jón Kári Jóns­son.

„Nú er að hefjast það sem kannski má kalla „póli­tíska til­rauna­starf­semi“ inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins. Jón Kári Jóns­son, formaður Fé­lags sjálf­stæðismanna í Hlíða- og Holta­hverfi, hef­ur tekið frum­kvæði að því að láta reyna á ný ákvæði í skipu­lags­regl­um Sjálf­stæðis­flokks­ins.“

Þannig skrifar Styrmir Gunnarsson í Mogga dagsins sem dreift var í gær. Styrmir, sem fleiri flokksfélagar, var bjartsýnn um árangur af undirskriftasöfnuninni. Sjálfur sagði Jón Kári, í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöld, að söfnunin gengi vel.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Frá fundi Bjarna í Valhöll.

Gunnar Smári sá fréttatímann og skrifaði að honum loknum: „Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um mögulega almenna kosningu meðal félagsmanna í flokknum hans: „Það liggur alveg fyrir að það væri aldrei nema ráðgefandi kosning þannig að ég sé ekki að það breyti neinu.“ Formaður sem talar svona um félagsmenn mun á endanum fá að kenna á valdi félagsmanna, á endanum ráða þeir.“

Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, skrifaði um þetta: „Formenn sem tala svona til eigin flokksmanna eru komnir á furðulegan stað.“

Gunnar Smári bætti við: „Já, þetta er eiginlega það hrokafyllsta sem ég hef heyrt.“

Þegar Styrmri skrifaði eftirfarandi gat hann ekki vitað að Bjarni sagðist ófeiminn ekki ætla að virða vilja flokksmanna, sama hversu margir vilja atkvæðagreiðsluna:

„Þeir, sem eru flokks­bundn­ir í Sjálf­stæðis­flokkn­um eru hér með hvatt­ir til þess að taka þátt í þeirri und­ir­skrifta­söfn­un sem Jón Kári Jóns­son, formaður Fé­lags sjálf­stæðismanna í Hlíða- og Holta­hverfi, hef­ur sett af stað. Hún get­ur valdið þátta­skil­um í starfi allra stjórn­mála­flokka hér.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: