- Advertisement -

Bjarni: Leggjast bara í margra vikna málþóf

Þingflokkur Pírata: Þósrdís Sunna Ævarsdóttir, Gísli R. Ólafsson, Björn Leví Gunnarsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Halldóra Mogensen og Andrés Ingi Jónsson.
„Það byggist ekki síst á veikleikunum í þingsköpum Alþingis sem gera fólki eins og því sem situr hérna fyrir Pírata á þingi mjög auðvelt með að lama Alþingi svo vikum skiptir í málþófi.“
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.

„Það er í sjálfu sér auðvelt að segja bara sem svo: Er þetta ekki bara vandamál stjórnarflokkanna? En stjórnarflokkarnir hafa verið sammála um og afgreitt í ríkisstjórn, í öllum stjórnarflokkunum, tillögur hingað til þingsins sem hafa verið teknar í gíslingu. Það byggist ekki síst á veikleikunum í þingsköpum Alþingis sem gera fólki eins og því sem situr hérna fyrir Pírata á þingi mjög auðvelt með að lama Alþingi svo vikum skiptir í málþófi,“ sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra á Alþingi fyrir helgi.

Bjarni er sýnilga ósáttur við þingsköpin:

„Svo hjálpar auðvitað ekki þegar stjórnarandstöðuflokkarnir geta ekki einu sinni stigið litlu skrefin sem menn á endanum gera málamiðlanir um þannig að þingið sé ekki allt í heild sinni í algjöru uppnámi svo vikum skiptir. Hvorki Samfylkingin né Viðreisn studdi þau takmörkuðu skref sem þó voru samþykkt í fyrra. Þannig að það hjálpar ekki þegar menn vilja ekki taka augljósum staðreyndum hér í þinginu. En ég segi bara fullum fetum: Það er ekki bara í útlendingamálum, það er í hverju málinu á eftir öðru sem veikleikar íslenskra þingskapa koma svo berlega í ljós. Það gerist þannig að menn leggjast bara í margra vikna málþóf. Og auðvitað, af því að við erum alltaf í þessum norræna samanburði, yrði það hvergi liðið annars staðar þar sem við viljum bera okkur saman við þróuð þjóðþing að einhver minnihlutaskoðun lami starfsemi þjóðþingsins svo vikum skipti. En þetta er akkúrat það sem gerðist fyrir einu ári síðan. Ég hygg að það sé ársafmæli málþófs Pírata sem á endanum voru einir eftir í málþófinu.“

Bjarni lauk ræðu sinni svona:

„Mín skoðun er sú að þetta er ekki eingöngu þannig að stjórnarflokkarnir séu ekki í einu og öllu sammála heldur hefur málaflokkurinn verið tekinn í gíslingu hér á Alþingi. Ég veit ekki hvort ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi fjórum eða fimm eða sex sinnum lagt fram frumvörp um 32. gr. útlendingalaganna. En við hyggjumst gera það einu sinni enn núna. Það er eitt af því sem við höfum verið að ræða í ráðherranefndinni, séríslenska reglan sem kallar á aukinn þrýsting á íslensku landamærin, langt umfram það sem á við annars staðar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: