- Advertisement -

Bjarni lítillækkar Katrínu


Bjarni gerði sér aðrar vonir um Katrínu, vonir sem hafa allar ræst. Og Bjarni fagnar.

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:

Bjarni Benediktsson hefur fyrir löngu fellt grímuna. Hann þarf hana ekki. Í íslenskum stjórnmálum er ekkert, alls ekkert, sem stoppar Bjarna eða vilja hans. Bjarni hætti að pukrast með hagsmunagæsluna þegar hann setti Kristján Þór í stól sjávarútvegsráðherra, fyrrverandi formann Samherja. Stærstu útgerðar landsins. Síðan hafa veiðigjöld verið lækkuð svo um munar. Allt gengur upp hjá Bjarna.

Katrín Jakobsdóttir er eitt fórnarlamba Bjarna. Katrín varði löngum tíma í samningaviðræður við Sigmund Davíð um þinglok. Bjarni hélt sig fjarri en sendi Birgi Ármannsson á þá fundi sem Bjarna var ætlað að sitja.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Katrín náði samkomulagi við Sigmund Davíð um framhaldið á Alþingi. Bjarni beitti fjarstýringunni á Katrínu og Alþingi allt. Hann sagði bara nei. Og sú er staðan. Bjarni opinberar það sem hann vill. Nú opinberaði hann yfirburði sína yfir Katrínu og öllum öðrum í þinghúsinu. Það er bara einn aðal. Það er bara einn Bjarni Benediktsson.

Flestir Íslendingar gerðu sér vonir um Katrínu, sem var lengi vel vinsælust íslenskra stjórnmálamanna, vonir sem ekki hafa ræst. Bjarni gerði sér aðrar vonir um Katrínu, vonir sem hafa allar ræst. Og Bjarni fagnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: