- Advertisement -

Bjarni segir brýnt að lækka bankaskattinn

Oddný spurði Bjarna hvort hann væri viss um að neytendur hagnist ef bankaskattar verði lækkaðir.

„Ég tel að við þurfum að lækka skattana. Ég tel að við þurfum að endurhugsa gjaldtökuna á fjármálafyrirtækin…“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í dag, þegar rætt var um hvítbókina hans.

Oddný Harðardóttir spurði Bjarna hvernig hann geti verið viss um að ef skattar á banka verði lækkaðir að það verði til að neytendur hagnist.

„Öll gjaldtaka í bankakerfinu ætti þess vegna, ef okkur tekst að hámarka möguleika okkar á samkeppni á fjármálamarkaði, að endurspegla það, ef við drögum úr sköttum og gjöldum. Því trúi ég og því trúa höfundar hvítbókarinnar og þeir leggja mjög eindregið til að við ljúkum því að lækka bankaskattinn. Það ber að hafa í huga í tengslum við hann að hann leggst ekki á alla með jafn miklum þunga og skekkir líka samkeppnisstöðu á lánamarkaði.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: