- Advertisement -

Bjarni skýrir málið og hnýtir í Ágúst Ólaf

Bjarni Benediktsson skrifar:

Fjármálaáætlun liggur fyrir þinginu. Í ljósi þess að horfur hafa breyst til næstu ára hefur ríkisstjórnin lagt til að gerðar verði ýmsar ráðstafanir svo tryggja megi jafnvægi og festu í ríkisfjármálunum.

Víða er þar komið við, bæði á tekju- og gjaldahlið. Það er skylda okkar að ganga eins vel um sameiginlega sjóði og mögulegt er.

Af þessu tilefni hefur þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson haft uppi stór orð og er ekki annað að skilja en að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa séð tillögurnar í nefnd þingsins. Flokkur hans hefur helst lagt það til að auka skattlagningu um 25-35 milljarða og verja því meira og minna öllu í varanleg útgjöld.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á málefnasviðinu örorka og málefni fatlaðs fólks verður samkvæmt tillögum, sem kynntar hafa verið fjárlaganefnd og eru þar til meðferðar, áhersla lögð á að auka skilvirkni, bæta nýtingu fjármuna og huga að samspili við önnur stuðningskerfi. Engin áform eru hins vegar uppi um niðurskurð í bótakerfum.

Gert ráð fyrir að útgjöld á málefnasviðinu vaxi á hverju ári næstu árin. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvaða áhrif ráðstafanirnar munu hafa. Fyrri áform með gráum lit, nýjar tillögur með bláum.

Sjá má að frá 2013 hafa framlög til málaflokksins vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár. Samkvæmt áformum stefna þau í 77 milljarða árið 2024.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: