- Advertisement -

Bjarni syndir á móti straumnum

„Varðandi kjarasamninga og frumvarp um stöðu ríkissáttasemjara hef ég talað fyrir því í mjög mörg ár að við myndum styrkja umgjörð embættisins og reyndar stendur það í stjórnarsáttmála að að því skuli stefnt. Ég er ekkert að draga fjöður yfir það að þetta mál hefði átt að klárast á vorþinginu, að mínu áliti. Það var þá sem málið var heitt, það var þá sem við vissum um hvað málið snerist, þá var allt þingið með góðri meðvitund um það á hvaða atriði hafði reynt, þá var málið sem sagt lifandi og hafði farið fyrir dómstóla og þar höfðu komið fram skýringar á túlkun ákvæða sem mikla þýðingu hafa. Fyrir mér var verkefnið tiltölulega einfalt,“ sagði Bjarni Ben á þingi í gær.

Þetta er flóknara mál en hann vill vera láta. Gjörvöll hreyfing launafólks er alfarið á móti þessum hugmyndum. Sem von er. Vilji er til að „afvopna“ launafólk með þessu máli. Málið mun alls ekki renna í gegn á Alþingi. Til þess er það alltof stórt.

„Þar fyrir utan hefði ég talið að ef ætti að hafa samráð um þetta efni þá þyrfti það ekki að taka mjög langan tíma og ef ekki hefur neitt þokast í því samráði núna þegar komið er fram í septembermánuð þá veit ég ekki hvaða vonir eru til þess að eitthvað leysist með frekara samráði til áramóta. En öllu skiptir auðvitað að málið er á þingmálaskrá,“ sagði Bjarni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: