- Advertisement -

Bjarni um bankasöluna: „Þetta er nákvæmlega það sem er æskilegt, heilbrigt og eftirsóknarvert“

„Spurt er: Er eignarhaldið á Íslandsbanka traust og heilbrigt? Tvímælalaust, ríkið með 42,5% eignarhlut, lífeyrissjóðir, stórir alþjóðlegir og innlendir langtímafjárfestar næstir, fjöldinn allur af íslenskum almenningi og öðrum einkafjárfestum með smábrot af eigninni. Þetta er nákvæmlega það sem er æskilegt, heilbrigt og eftirsóknarvert. Það sem við hefðum helst viljað. Svo geta menn farið í þann leik hér að fara að tína út einstaka aðila, eins og maður mátti svo sem vænta af Viðreisnarþingmanni að myndi gerast,“ sagði Bjarni Benediktsson, þegar hann átti orðastað við Sigmar Guðmundsson Viðreisn.

„Það má ekki vera útgerðaraðili, við erum á móti útgerðaraðilum, fjandinn hafi það, ekki leyfa þeim að fjárfesta í fjármálafyrirtækjum. Við skulum bara hafa í huga hér hina almennu reglu sem er þessi: Þegar menn vilja fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki, sem sagt 10% eða meira, þá þurfa menn að fara í gegnum nálarauga Fjármálaeftirlitsins. Þeir sem fara með smáhluti eða allt að 10% þurfa ekki að uppfylla hin sérstöku skilyrði. Þeir eru eins og allir aðrir Íslendingar, að því gefnu að þeir séu hæfir í þessu útboði eða ef þeir vilja kaupa á markaði þá geta þeir það. Maður sem situr í fangelsi má kaupa hlutabréf. Eða vill kannski hv. þingmaður hafa það einhvern veginn öðruvísi?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: