- Advertisement -

Bjarni vinnur að bankasölu

Frétt að forsíðu Moggans er eftirtektarverð. Þar segir ákveðið að Bjarni Benediktsson undirbúi sölu ríkisbankana, Landsbankans og Íslandsbanka. Væntanlega með fullri samþykkt Vinstri grænna.

Fréttin byrjar svona: „Svo virðist sem eng­inn áhugi sé á ís­lensku rík­is­bönk­un­um, Íslands­banka og Lands­banka. Þetta staðfest­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið.“

Áfram með lesturinn: „Til hef­ur staðið að selja bank­ana í nokk­ur ár, en lít­il hreyf­ing hef­ur verið á mál­inu und­an­far­in miss­eri. Að sögn Bjarna er þess beðið að til­laga um sölu bank­anna ber­ist frá Banka­sýslu rík­is­ins. Enn ból­ar ekk­ert á slíkri til­lögu, en stofn­un­in var upp­haf­lega sett á lagg­irn­ar til fimm ára fyr­ir um tíu árum. „Við bíðum þess að það komi til­laga frá Banka­sýslu rík­is­ins um að hefja sölu­ferli bank­anna, en slík til­laga hef­ur enn ekki borist. Ferlið fer ekki af stað fyrr en til­lag­an hef­ur verið lögð fram. Það er erfitt að segja til um hvenær það verður,“ seg­ir Bjarni.“

Mogginn leitar ekki viðbragða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra eða annara.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: