- Advertisement -

Bjartsýnni stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins

Atvinnulíf Breyting hefur orðið til hins betra á mati stjórnenda á núverandi aðstæðum í atvinnulífinu og telja mun fleiri að þær batni á næstu sex mánuðum en þær versni. Nægt framboð er af starfsfólki en helst skortir starfsmenn í iðnaði og byggingarstarfsemi en enginn skortur er í verslun. Mun fleiri fyrirtæki áforma fjölgun starfsmanna en fækkun næstu sex mánuði, en á heildina litið gera þau ráð fyrir óbreyttum starfsmannafjölda þar sem stærri fyrirtækin gera ráð fyrir fækkun starfsmanna. Að jafnaði vænta stjórnendur 3,0% verðbólgu næstu 12 mánuði. Þetta eru helstu niðurstöður könnunar Capacent á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja, sem gerð var í maí 2014.

Aðstæður í atvinnulífinu hafa batnað

Mat stjórnenda á núverandi aðstæðum er jákvæðara en í mars síðastliðnum og jákvæðara en það hefur verið frá árinu 2007. 23% stjórnenda telja aðstæður í atvinnulífinu góðar,  16% slæmar en 60% telja þær hvorki vera góðar né slæmar. Jákvæðni á þennan mælikvarða er langmest í sérhæfðri þjónustu og sjávarútvegi, minnst í iðnaði en matið er svipað í öðrum atvinnugreinum.

Mun fleiri telja að aðstæður batni en þær versni næstu 6 mánuði

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mat stjórnenda á aðstæðum eftir sex mánuði er sem fyrr jákvæðara en á núverandi stöðu, en þó er minni munur á þessum mælikvörðum en oftast áður. Nú telur 41% stjórnenda að aðstæður batni, 10% að þær versni, en tæplega helmingur að þær verði óbreyttar. Stjórnendur byggingarstarfsemi eru bjartsýnastir á framvinduna, þar á eftir kemur verslun og þjónusta, en síðan koma aðrar greinar með svipaðar niðurstöður.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: