- Advertisement -

Kennitöluflakk: Spilling í skjóli ríkis, sveitarfélaga og stórfyrirtækja

Atvinnulíf „Ég spyr, er þetta ekki bara það sem við köllum spillingu? Það virðist enginn hafa áhuga á þessu, samt er verið að tala um 40 til 60 milljarða á ári sem samfélagið tapar úr sínum sameiginlegum sjóðum,“ sagði Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður félags vélstjóra og málmtæknimanna um kennitöluflakk, hvernig það er stundað og afleiðingarnar.

„Einhverra hluta vegna virðast þær tölulegu staðreyndir, sem eiga þó að vera öllum kunnar, komast inn í umræðuna. Samt er verið tala um tugi milljarða. Að ekkert skuli gert er alvarlegt mál.“

En hvert er tjónið, hvaða eignir finnast í gjaldrotabúum fyrirtækja?

„Það er grátlegt að opinberar aðilar, ríki og sveitarfélög og þeirra fyrirtæki taki tilboðum frá aðilum, tilboðum sem öllum á að vera ljóst að standast engan veginn.“
„Það er grátlegt að opinberar aðilar, ríki og sveitarfélög og þeirra fyrirtæki taki tilboðum frá aðilum, tilboðum sem öllum á að vera ljóst að standast engan veginn.“
Þú gætir haft áhuga á þessum

Til að við áttum okkur á samfélagslegu tjóni vegna gjaldþrota félaga með takmarkað ábyrgð má setja setja það í samhengi við þá staðreynd að heildarupphæð lýstra krafna í þau 995 þrotabú félaga sem uppgjöri var lokið á á tímabilinu 1. mars 2012 til 24. janúar 2013, var tæpir 166 milljarðar, en heimtur einungis rúmir 5,2 milljarðar, eða um 3,14%. Sambærilegar tölur fyrir tímabilið 1. mars 2011 til 29. febrúar 2012, voru 1.236 þrotabú með lýstar kröfur upp á tæpa 236 milljarðar, en heimtur einungis tæpir 2,7 milljarðar, eða um 1,13%. Á þessu tæplega tveggja ára tímabili voru þannig lýstar kröfur rúmir 400 milljarðar og af þeim innheimtust tæpir 8 milljarðar. Hér er um hreint ótrúlegar upphæðir að ræða í ljósi þess að eignir félaga eiga að ganga upp í skuldir þeirra við slit. „Eignabruni“ upp á yfir 97% getur ekki bent til annars en að í miklu mæli hafi viðkomandi eignum verið skotið undan.

Sem sagt, 116 milljarðar hafa tapast á innan við ári.

„Á endanum þarf einhver að borga. Til að mynda birgjar, sem tapa ómældu fé og þeir þurfa að mæta skaðanum, sem er gert með hærra verði á vörur og þjónustu. Við vitum dæmi að svona framganga hefur skaðað góð og vel rekin fyrirtæki alvarlega, jafnvel sett þau á hausinn.“

En hvers vegna viðgengst þetta?

„Það er grátlegt að opinberar aðilar, ríki og sveitarfélög og þeirra fyrirtæki taki tilboðum frá aðilum, tilboðum sem öllum á að vera ljóst að standast engan veginn. Þessi tilboð eru stundum svo langt undir kostnaðaráætlun að öllum á að vera ljóst að þau standast ekki.

Við sjáum einnig álver og orkufyrirtæki gera þetta, taka tilboðum sem eru langt frá raunveruleikanum. Hann segir þetta meðal annars að verða til þess að laun þróist ekki meðan svona hlutir viðgangist.“

Guðmundur segir að þegar þeir sem fái verk, samkvæmt tilboði, hrökklaist frá verkinu hafi þeir sem eru fengnir til að ljúka verkunum góða samningsstöðu og hvorutveggja verði til þess að verkin verði oft dýrari en lægsta alvörutilboðið sem barst í verkið.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: