- Advertisement -

Segist verða að fækka veiðiskipum

 

Atvinnulíf Stjórnendur Ísfélags Vestmannaeyja segja fyrirtækið verða að fækka veiðiskipum og auka hagræðingu á öllum sviðum fyrirtækisins. Ísfélagið segist þurfa að greiða hálfan annan millarð í veiðigjöld á ári. Aðaleigandi Ísfélagsins er Guðbjörg Marteinsdóttir.

Innan fárra daga fær fyrirtækið afhent glæsilegt fiskiskip, sem fyrr í dag fékk nafnið Sigurður VE 15, frá Celiktrans skipa­smíðastöðinni í Ist­an­búl í Tyrklandi.

Sig­urður VE er 80 metra lang­ur og 17 metra breiður og er vel bú­inn til veiða á upp­sjáv­ar­fiski s.s. loðnu, síld, mak­ríl og kol­munna.  Aðal­vél­in er 4.500 kW og kæliget­an er 2×1.300.000 kcal/​klst. Kælitank­ar skips­ins  eru 12 og eru sam­tals 2.970 rúm­metr­ar þannig að burðargeta skips­ins er mik­il og styður hún vel við öfl­uga land­vinnslu fé­lags­ins í Vest­manna­eyj­um og á Þórs­höfn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Líklegt er að tveimur skipum verði lagt þegar Sigurður heldur til veiða.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: