- Advertisement -

Björgvin Guðmundsson er fallinn er frá

Baráttumaður er fallinn frá. Nú er annarra að halda baráttunni áfram.

Björgvin Guðmundsson varð bráðkvaddur á heimili sínu í gær. Þar með féll frá fremsti baráttumaður þjóðarinnar fyrir réttláttari og betri stöðu ellilæifeyrisþega, sem og öryrkja.

Þórir sonur Björgvins skrifaði í gær á Facebooksíðu föður síns:

„Ástkær faðir minn Björgvin Guðmundsson varð bráðkvaddur á heimili sínu í gær þriðjudaginn 9. apríl 2019. Ég mun sakna hans mikið. Pabbi var mikill baráttumaður fyrir málefnum aldraðra og öryrkja. Hann skrifaði stöðugt margar greinar um þessi mál. Hann sló aldrei slöku við í skrifum sínum. Hvíl í friði elsku pabbi.“

Miðjan hefur notið góðs af velskrifuðum og innihaldsríkum greinum Björgvins Guðmundssonar. Víst er að í allri þeirri baráttu, þar sem Björgvin beitti sér, munar um minna en hans framlag. Framlag var stórfenglegt.

Ég kynntist Björgvini fyrst þegar hann var borgarfulltrúi í Reykjavík og ég var að stíga fyrstu skrefin í blaðamennsku. Hann var þá, sem og síðar á ævinni, hreinskiptin baráttumaður.

Að leiðarlokum er Björgvini þakkað fyrir að hafa fengið að birta greinar hans á Miðjunni. Þær eru margar greinar hans sem hafa birst hér á vefnum. Og víst er að lestri þeirra er ekki lokið. Hér eru þær mjög aðgengilegar.

Minni Björgvins var gott og ávallt rökstuddi hann orð sín með sterkum rökum.

Fyrir mína hönd og Miðjunnar sendi ég afkomendum og ástvinum innilegar samúðarkveðjur.

Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri Miðjunnar.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: