- Advertisement -

Björt framtíð við dauðans dyr

- minni stjórnarflokkarnir missa mikið fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar talsvert.

Ekki er annað að sjá en þátttaka Bjartar framtíðar, í ríkisstjórn, ætli að reynast flokknum dýrkeypt.

Áður hefur komið fram á þessum vettvangi, sjá hér, að innan flokksins hefur frá upphafi stjórnarsamstarfsins verið óánægja með þátttöku flokksins.

Björt framtíð virðist í frjálsu falli og mikið þarf að gerast svo flokkurinn nái sér á strik. MMR birti nú nýja skoðanakönnun þar sem fylgi Bjartrar framtíðar mælist aðeins 3,2 prósent. Það er jafnt því fylgi sem Flokkur fólksins fær í könnunninni.

Sjálfstæðisflokkur, með 25,2 prósent, og VG, með 23,4 prósent, eru lang stærstir flokkanna. Píratar mælast með 12,8 prósent, Framsókn er með 11,1 prósent, Samfylkingin er með 10,6 prósent og Viðreisn er með 5,0 prósent, nokkru skárri niðurstaða en hjá Bjartri framtíð.

Af þessu sést einnig að Viðreisn hefur, frá kosningum þegar flokkurinn fékk 10,5  prósent, tapað helmingi kjörfylgisins á aðeins hálfu ári. Björt framtíð hefur tapað gott betur eða tapað hátt í sextíu prósentum kjörfylgis síns. Við kosningarnar fékk flokkurinn 7,2 prósent.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: