- Advertisement -

Björt virðist máttlaus og úrræðalaus

- segir Halldóra Mogensen Pírati um umhverfisráðherrann, Björt Ólafsdóttur.

„Ég skora á almenning að fjölmenna á Austurvöll og láta umhverfisráðherra vita hver þið teljið raunverulegu verðmætin vera og krefjist þess að ráðherra standi við orð sín og verndi hálendi Íslands.“

„Þetta er ráðherra sem virðist máttlaus og úrræðalaus gagnvart umhverfismálum, ekki bara þegar kemur að vernd hálendis heldur einnig gagnvart áformum um tíföldun fiskeldis í sjó við strendur landsins, á sama tíma og í nágrannalöndum okkar, t.d. í Svíþjóð, er verið að banna fiskeldi í sjó vegna alvarlegs umhverfisskaða sem því fylgir. Hvers vegna stoppar ráðherra þetta ekki?“

Þetta sagði þingkonan, Halldóra Mogensen Pírati, á Alþingi í dag. Halldóra er greinilega ósátt með framgöngu Bjartar. Hún minnti á að í kosningabaráttunni hafði Björt framtíð það á stefnuskrá sinni að leggja umhverfismál til grundvallar öllum ákvörðunum flokksins. „Nú þegar hváttvirtur þingmaður hefur tekið við embætti umhverfisráðherra virðist hún hafa snúið baki við grunngildum flokksins og kosningaloforðum og tekið í stað undir áform um virkjunarframkvæmdir á miðhálendinu á kostnað umhverfisins og lífvænleika þess fyrir komandi kynslóðir.“

Halldóru finnst greinilega ekki þörf á mörgu sem er í undirbúningi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Í landi þar sem er lítið sem ekkert atvinnuleysi, þar sem flytja þarf inn vinnuafl til að sinna þeim störfum sem vinna þarf, þar sem öll merki eru um bólumyndun í hagkerfinu, þar sem framleitt er meira rafmagn á hvern íbúa en í nokkru öðru Evrópulandi, er enn verið að brugga virkjunarseið. Skrokkölduvirkjun mun skerða miðhálendi Íslands gríðarlega og meðal annars eyðileggja dýrmæt víðerni vestan Vatnajökuls og rýra gildi Vatnajökulsþjóðgarðs. Ég skora á hæstv. ráðherra að detta ekki ofan í málmiðlunarpyttinn og afsala ekki lífsgæðum framtíðarkynslóða fyrir skammtímagróða fárra aðila.“

Halldóra skorar á fólk að láta í sér heyra. „Ég skora á almenning að fjölmenna á Austurvöll og láta umhverfisráðherra vita hver þið teljið raunverulegu verðmætin vera og krefjist þess að ráðherra standi við orð sín og verndi hálendi Íslands.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: