- Advertisement -

Von­andi tek­ur sann­ur dýra­vernd­un­ar­sinni við um­hverf­is­ráðherra­embætt­inu

Ole Anton Bieltved.

„Sárs­auki og þján­ing fugls­ins, sum­ir liggja lengi særðir og lim­lest­ir – bíða jafn­vel eft­ir, að blóðeitrun og drep ljúki kvöl­inni og líkni í lok­in – er auðvitað hvergi tek­in með í reikn­ing­inn. Hvað varðar NÍ, gal­vaska veiðimenn og ráðherra um slíkt!?“

Þannig skrifar Ole Anton Bieltved, formaður Jarðarvina í nýrri Moggagrein. Ole Anton er mjög gagnrýnin á veiðar á rjúpu. Hann hefur áhyggjur af framtíð rjúpustofnsins og er viss um að veitt sé mun meira en heimilt er.

„Von­andi tek­ur sann­ur dýra­vernd­un­ar­sinni við um­hverf­is­ráðherra­embætt­inu því eina von rjúp­unn­ar og íslenzka dýra- og líf­rík­is­ins virðist nú vera að ný um­hverf­i­s­væn rík­is­stjórn og raun­veru­leg­ur dýra­vernd­un­ar­sinni, með bein í nef­inu, taki við um­hverf­is­ráðherra­embætt­inu 2021,“ skrifar Ole Anton.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hver heil­vita maður sér, að „5.000-6.000 manna dauðasveit­in“ mun ekki hafa unnt sér friðar eða hvíld­ar fyrr en 70.000 til 90.000 fugl­ar lágu í valn­um.

„Og, hver var svo staðan nú; haustið 2020? Eins og sjá hef­ur mátt og heyra í fjöl­miðlum, hrundi rjúpna­stofn­inn, vegna veðurfars og af öðrum ástæðum, sl. sum­ar. Varp­s­tofn­inn á öllu land­inu fór niður úr öllu valdi; var kom­inn niður í um 99.000 fugla. Hef­ur hann ekki verið veik­ari síðan taln­ing og eft­ir­lit með rjúpna­stofn­in­um hófst 1995. Var hann nú svipaður og árið 2002, þegar þáver­andi um­hverf­is­ráðherra hafði mann­dóm í sér til að friða fugl­inn.“

„Nú kom NÍ með plan um, að hver veiðimaður skyldi veiða 4-5 fugla, og, að þetta yrði allt bara gott og fínt aft­ur. Upp­lýs­ing­ar um meðal­veiði und­an­geng­inna ára, upp á 10-15 fugla á veiðimann, frá UST, voru ein­fald­lega grafn­ar og gleymd­ar. For­stjóri NÍ seg­ir svo í bréfi til um­hverf­is­ráðherra 5. októ­ber: „Skv. fram­an­greind­um út­reikn­ing­um er ráðlögð veiði 2020 um 25.000 fugl­ar. Ráðlagður afli miðað við að um 5 þúsund veiðimenn gangi til rjúpna er því um 5 fugl­ar á mann“. Þetta fannst um­hverf­is­ráðherra skyn­sam­legt, raun­sætt og fínt plan, og lagði bless­un sína yfir það í hvelli.

Hér áður fyrr heyrði maður sög­ur af því, að rjúpna­veiðimenn færu jafn­vel 3-4 daga til veiða, til að veiða tugi ef ekki hundruð fugla, og, eins og að fram­an grein­ir, var meðal­veiði und­an­geng­inna ára, skv. veiðitil­kynn­ing­um, 10-15 fugl­ar.

Til­lag­an, sem for­stjóri NÍ lagði fyr­ir ráðherra og hann samþykkti án þess að blikka aug­um, að því er virðist, er auðvitað bara eins og hver ann­ar „skíta­brand­ari“.

Hver heil­vita maður sér, að „5.000-6.000 manna dauðasveit­in“ mun ekki hafa unnt sér friðar eða hvíld­ar fyrr en 70.000 til 90.000 fugl­ar lágu í valn­um. Er ég þá að tala um þá fugla, sem náðust og tald­ir verða. Til viðbót­ar koma svo­kölluð „af­föll“, þeir fugl­ar, sem sær­ast og lim­lest­ast, en kom­ast und­an veiðimanni, sem gætu verið 20-30.000 fugl­ar.

Raun­sætt og rétt tal kynni því að vera, að um­hverf­is­ráðherra hefði hér, illu heilli, heim­ilað dráp á allt 120.000 fugl­um, eða upp und­ir helm­ingi allra fugla, sem eft­ir eru, að meðtöld­um ung­um 2020.

Og, hvað sögðu og gerðu veiðimenn? Þeir gerðu auðvitað ekki mikið með leyfðan fjölda op­in­ber­lega, hugsuðu þar ef­laust sitt, með sjálf­um sér, hins veg­ar heimtuðu þeir, og það með lát­um, að veiðitími yrði stór­lengd­ur. 2017 voru leyfðir veiðidag­ar 12. 2018 voru þeir 15 og í fyrra þrýstu veiðimenn fjöld­an­um í 22, til að veiða 72.000 fugla. Nú mátti veiða 25.000 fugla, en veiðimenn heimtuðu enn fleiri veiðidaga.

Hver skil­ur þessa menn og þeirra af­stöðu til líf­rík­is­ins og nátt­úr­unn­ar?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: