- Advertisement -

Þórdís Kolbrún vill ekki hærri skatta

Frá Bakka við Húsavík. Nú hefur verið slökkt á verksmiðjunni.

Miðjunni hefur broist eftirfarandi frá skrifstofu ráðherra:

Í svari sínu lýsti hún áhyggjum af þeirri þróun að evrópskur iðnaður væri að flytjast til landa þar sem framleiðslan mengar meira.
Ráðherra lagði hvergi til að hækka mengunarskatta. Enda myndi það veikja samkeppnisstöðuna og ganga þvert gegn orðum hennar um að stemma stigu við flótta fyrirtækja frá álfunni.
Orðin „beita okkur meira í þá veru“ vísa til þess að beita okkur meira í þá veru að styrkja samkeppnishæfni evrópsks iðnaðar sem nýtir hreina orku og koma í veg fyrir kolefnisleka til annarra landa. Auknir skattar eru augljóslega ekki til þess fallnir.

Fyrirsögninni var breytt. -ritstj.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það má alveg spyrja, við höfum lagt mikla áherslu á það að skattleggja hér iðnað sem mengar, en við hefðum kannski frekar átt að beita okkur meira í þá veru,“ sagði iðnaðar- og orkumálaráðherrann Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir á Alþingi.

Hún var að svara Bergþóri Ólasyni Miðflokki. Ráðherrann sagði einnig:

„Fyrst vil ég að það sé alveg skýrt, og mér finnst mikilvægt að við gefum okkur það og tölum út frá því, að það eru auðvitað sameiginlegir hagsmunir þessara fyrirtækja, Landsvirkjunar og okkar sem samfélags að þetta eru verðmætustu viðskiptavinir Landsvirkjunar. En varðandi Kínamarkað, sem háttvirtur þingmaður kom sérstaklega inn á og ég ætlaði að koma inn á í seinna svari mínu, þá er það hárrétt að við höfum séð að framleiðsla á áli hefur flust að verulegu leyti til Kína. Þar mengar slík framleiðsla tugfalt á við það sem hún gerir hér. Ég hef saknað þess mjög, af því að við erum jú með rödd en hún er ekki eins sterk og til að mynda ef Evrópa myndi beita sér, að fá ekki fram hvaða skoðun við höfum á því að nánast öll þessi framleiðsla sé að fara úr þessari heimsálfu og yfir til Kína þar sem hún mengar miklu meira en hér. Að mínu viti höfum við sem álfa verið sofandi á verðinum. Og það má alveg spyrja, við höfum lagt mikla áherslu á það að skattleggja hér iðnað sem mengar, en við hefðum kannski frekar átt að beita okkur meira í þá veru.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: