- Advertisement -

Íslendingar ganga mest á gæði jarðar

Fortíð Þegar álag Íslendinga á jörðina er metið, svokallað vistspor, það er áhrif neyslu okkar á jörðins kemur í ljós að okkar vistspor er stærst í heiminum á hvert mannsbarn. Það er meira og verra en nokkurrar annarrar þjóðar. „Við erum svo rík hér heima fyrir. Náttúruauðurinn okkar er svo mikill að við tökum ekki beint eftir þessu,“ sagði dr. Brynhildur Davíðsdóttir prófessor við Háskóla Íslands, fyrir nokkru í viðtali við Sigurjón M. Egilsson.

Nú má halda að vegna þess hvernig við, til að mynda, hitum húsin okkar að við hefðum forskot á aðrar þjóðir, en við eyðum því forskoti þá með öðru, en hverju?

„Gríðarlegum innflutningi. Mest með vörum sem eru mjög dýrar í vistfræðilegum skilningi í framleiðslu. Þetta er áhugavert og umhugsunarvert fyrir okkur.“

Hvað er það sem við gerum sem svo fyrirferðarmikið að það setur okkur á versta stað hvað varðar heimtingu okkar af jörðinni?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Í rannsókn kom fram að það er fyrst og fremst innflurtningur raftækja sem vó gríðarlega þungt í vistsporinu okkar.“

En höfum við skyldur gagnvart öðrum þjóðum sökum hversu merkilega orku við höfum, að við framleiðum það sem krefst mikillar orku?

„Visthagfræðingur myndi fyrst hugsa um Ísland, þó með það við megum aldrei fórna meira fyrir minna. Við verðum að velta fyrir okkur, að með því að nýta okkar fallvötn, með því að fullnýta jarðvarmaauðlindir, erum við þá að ganga á náttúruauðlindirnar umfram það sem við erum mögulega að fá til baka. Það getur vel verið það sem það eru ýmis gæði sem við töpum þegar fallvötn eru virkjuð.“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: