- Advertisement -

Sveinn Andri skýtur á Jón Steinar

En það er ekki á allra færi að þekkja lög landsins.

Sveinn Andri.

Sveinn Andri Sveinsson gerir athugasemdir við orð Jóns Steinars Gunnlaugssonar um mál ríkissáttasemjara og Eflingar. Sveinn Andri:

„Þessi em­bættis­maður ís­lenska ríkisins hefur enga heimild til að af­sala sér dóm­stóla­vernd. Ís­lensk lög veita honum heimildir til að gæta réttar al­mennings og honum ber að nýta þær.“

Þarna yfirsézt Jóni Steinari það augljósa, sem er að samkomulag ríkissáttasemjara og Eflingar var og er óskuldbindandi og markleysa að lögum.

Það er umtalsverður skellur að lögmaður til áratuga og hæstaréttardómari í átta ár virðist ekki hafa sett sig inn í þær örstuttu lagareglur sem Hæstiréttur starfar eftir, þar á meðal 2. mgr. 176. gr. laga 91/1991 um meðferð einkamála (eml), þar sem segir:

„Afsal á rétti til málskots til Hæstaréttar, hvort heldur berum orðum eða þegjandi, verður ekki gefið fyrr en dómur er genginn í máli.“

Regla þessi hefur verið óralengi í lögum, en hún kom inn í eml efnislega óbreytt úr 2. mgr. 19. gr. gömlu hæstaréttarlaganna nr. 75/1973. Þetta gildir einnig um málskot til Hæstaréttar með kæru.

Fyrirfram hefði maður talið að fyrrum hæstaréttardómari þekkti grundvallarreglurnar sem Hæstiréttur starfar eftir eins og lófann á sér.

En það er ekki á allra færi að þekkja lög landsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: