- Advertisement -

Björn Leví segist sleginn

„Þó svo að byrjað verði að aflétta aðgerðum í næsta mánuði þá verður fólk áfram að virða tveggja metra fjarlægðarmörk, forðast mannmarga staði, viðhafa hreinlæti og handsprittun og vernda viðkvæma hópa, segir Þórólfur. Þetta gætu verið tilmæli sem eigi við út árið.“

Það er Björn Leví Gunnarsson sem birti þetta og bætir við:

„Ég hef sjaldan verið eins sleginn yfir neinu og þessum orðum og ég verð slegnari eftir því sem ég pæli meira í þessu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvað þýðir þetta, að viðhalda 2m reglunni út árið? Forðast mannmarga staði? Hvernig verður skólastarf á öllum skólastigum?

Ég hef satt best að segja ekki áhyggjur af efnahagslegum áhrifum miðað við þær samfélagslegu. Eftir því sem ég hugsa meira um það því erfiðara verður að sjá hvernig samfélagið verður eftir því sem á líður. Það veldur óvissu, sem er óheilbrigð, og mun örugglega hafa slæm áhrif á mjög marga. Hversu óheilbrigð áhrif og á hversu marga verður held ég spurning sem ágerist eftir því sem á líður.

Ég vona að þetta fari að skýrast betur, sem fyrst. Sérstaklega eftir þessi ummæli.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: