- Advertisement -

Mun VG kyngja þjóðgarðinum?

Hingað til hefur VG étið bæði hrátt og soðið. Gera þau það enn?

Spennan a stjórnarheimilinu vex dag frá degi.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur munu ekki geta sæst á þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Það er útilokað. Vinstri græn verða að setjast að snæðingi og éta þetta heilaga mál ofan í sig. Þau eru ýmsu vön í þeim efnum. Bitinn sá verður ekki góður. Óbragðið verður mikið.

Þinglið Framsóknar og Sjálfstæðis er í vondum málum. Kvittað var upp á þjóðagarðshugmyndina í stjórnarsáttmálanum. Það mun ekki duga. Sunnlenskir sjálfstæðismenn komu saman og bókuðu: „Hug­mynd­irn­ar eru aðför að lýðræði og frelsi í land­inu. Þær eru aðför að sveit­ar­fé­lög­um á Íslandi og draga úr ein­stak­lings­fram­taki við nátt­úru­vernd. Nái til­lög­urn­ar fram að ganga verður frum­kvæði land­eig­enda og ábú­enda við upp­græðslu á af­rétt­um sem þeir nýta kæft um leið og stjórn­sýslu­stofn­un þjóðgarðsins tæki þau verk­efni yfir. Það bitn­ar á end­an­um á nátt­úr­unni og skatt­greiðend­um.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta birtist í Mogga dagsins. „Hug­mynd­ir um­hverf­is­ráðherra um miðhá­lend­isþjóðgarð eins og þær birt­ast í sam­ráðsgátt rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru ekki nægi­lega vel ígrundaðar, unn­ar í of mikl­um flýti og án eðli­legs sam­ráðs við íbúa og nærsam­fé­lög um­rædds svæðis.“ Þetta er lík afrakstur fundarins.

Það er tómt mál að tala um þinglið Fálkans fari gegn þessu. Tómt mál.

Guðni Ágústsson skrifar grein um sama mál í sama Mogga.

„Maður hélt nú að þótt bæði fram­sókn­ar­menn og sjálf­stæðis­menn gengju und­ir rauða regn­hlíf Vinstri-grænna um stund hefðu þeir ekki samþykkt að láta þeirra villt­ustu drauma um rík­iskapítal­isma ræt­ast. 

Ég bið held­ur um að bænd­ur og vinnu­klædd­ir hrepps­nefnd­ar­menn lands­byggðar­inn­ar haldi utan um frelsi fjall­anna með for­sæt­is­ráðherra, eins og málið stend­ur nú. Það rík­ir eng­in neyð á þjóðlend­unni.“

Nú reynir á. Vinstri græn, flokkur forsætisráðherra, er kominn upp við vegg. Framsókn og Fálkinn gefa sig ekki. Geta það ekki. Hingað til hefur VG étið bæði hrátt og soðið. Gera þau það enn?

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: