- Advertisement -

Kvótakerfið hefur eitrað út frá sér

Einn svipmesti embættismaður síðustu ára, Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, skrifar í Fréttablaðið í dag:

„Allflestum ber saman um að misskiptingu á kjörum almennings beri að rekja til gjafakvótakerfisins í sjávarútvegi og bankahruns

Ríkið úthlutar veiðiheimildum og er þar með yfirstjórnandi (skömmtunarstjórnandi) mikilla verðmæta. Miklar deilur rísa meðal manna um þetta kerfi. Alþingismenn náðu þó að lögbinda fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða, að fiskistofnarnir eru eign þjóðarinnar. Þar með er tryggt að tímabundin notkun á kvóta hefur ekki unnið sér sess sem fullgildur eignarhluti. Kvótakerfið gat aðeins staðið skamma hríð. Stjórnkerfi sem byggist af hreinum stjórnmálalegum orsökum á gríðarlegum verðmætum og hefur verið leyft að eitra út frá sér er fjarstæða. Því eins og tekið er fram eru fiskistofnarnir eign þjóðarinnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Dr. Stefán Ólafsson prófessor hefur rannsakað tekjudreifingu á Íslandi. Ríkustu prósentin (hjón) hafa að jafnaði 18,2 milljónir á mánuði. Um er að ræða 617 fjölskyldur. Á meðan níutíu prósent almennings, sem voru talin hafa 78 prósent af heildartekjum árið 1993, hafa nú um 60% af heildartekjum. Endurteknar þjóðaratkvæðagreiðslur hafa hafnað gjafakvótakerfinu. Alþingi verður að afgreiða málið hið bráðasta.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: