- Advertisement -

Stefán valinn af hægri flokkunum

Það ætti því enginn að velkjast í vafa um á hvaða vegum Stefán kemur upp á Ríkisútvarp.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Þar sem fréttir fjölmiðla að ráðningu útvarpsstjórans hafa verið yfirborðslegar hef ég reynt að grafast fyrir um hvernig valið fór fram. Samkvæmt mínum heimildum var valið fyrst og fremst milli Stefáns Eiríkssonar og Kolbrúnar Halldórsdóttur. Þegar atkvæði voru greidd féllu þau þannig: Kolbrúnu völdu fulltrúar VG (Jón Ólafsson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir), fulltrúi Samfylkingar (Mörður Árnason) og fulltrúi Pírata (Lára Hanna Einarsdóttir). Þetta er vinstri hluti útvarpsráðs.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Til skaðaminnkunnar féllst fólk því á að samþykkja ráðningu Stefáns með nýrri atkvæðagreiðslu þar sem hún var samþykkt mótatkvæðalaust.

Stefán völdu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins (Jón Jónsson, varamaður Ragnheiðar Ríkharðsdóttur) og Brynjólfur Stefánsson), fulltrúi Framsóknar (Kári Jónasson) og fulltrúi Viðreisnar (Birna Þórarinsdóttir). Þetta er hægri hluti útvarpsráðs. Þeim hluta tilheyrir líka Guðlaugur G. Sverrisson, fulltrúi Miðflokksins, en hann sat hjá.

Atkvæði féllu því þannig að Kolbrún fékk fjögur frá vinstri og Stefán fjögur frá hægri. Þá gildir atkvæði formanns sem oddaatkvæði og formaðurinn er framsóknarmaðurinn Kári Jónasson.

Þegar þetta lá fyrir komst ráðsfólk að því að þetta væri ekki góð staða fyrir Ríkisútvarpið að þessir flokkadrættir yrðu opinberir og ljóst væri að Stefán hefði verið ráðinn með veiku umboði hægri flokkanna. Til skaðaminnkunnar féllst fólk því á að samþykkja ráðningu Stefáns með nýrri atkvæðagreiðslu þar sem hún var samþykkt mótatkvæðalaust.

Það ætti því enginn að velkjast í vafa um á hvaða vegum Stefán kemur upp á Ríkisútvarp. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur enn einu sinni stól útvarpsstjóra, hefur haldið honum frá 1985. Kolbrún hefði verið eins og ferskur vindur eftir öll þau ár. En því miður er vinstrið bara ekki sterkara en þetta. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur.

Ég efast um að fólkið í útvarpsráði muni staðfesta þennan söguþráð, þau komust að því að það væri útvarpinu fyrir bestu, stofnuninni sem þau eiga að þjóna, að aðeins hluti sögunnar yrði sagður. En sæmilega tengdur blaðamaður ætti að geta fangað þessa sögu með fjórum símtölum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: