- Advertisement -

Stóru skrímslin fara sínu fram

Á meðan nútíma kapítalismi blómstrar sem aldrei fyrr eigum við ekki sjens.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Það er í raun alveg furðulegt en samt skiljanlegt að fólk skuli ekki átta sig á því að það er sama hvað einstaklingurinn puðar við að leggja sig fram til að hamla gegn hamfarahlýnun í sínu daglega lífi, hefur það lítið að segja meðan stórfyrirtæki leika lausum hala við að eyðileggja jörðina. Það er eins og að pissa upp í vindinn að puða við að flokka ruslið á meðan stóru skrímslin, stórfyrirtækin, hafa sína hentisemi við að skemma jörðina á skítugum skónum með slíkum afköstum að annað eins hefur aldrei áður þekkst. Á meðan nútíma kapítalismi blómstrar sem aldrei fyrr eigum við ekki sjens.

Hins vegar virðist svo vera að fólk eigi auðveldara með að sjá fyrir sér heimsenda en afnám kapítalismans. Og hvers vegna er það? Það er vegna þess að auðmenn og stjórnmálaelítan í heiminum sjá til að viðhalda kerfinu með því að heilaþvo fólk í gegnum fjölmiðla. Það eru auðkýfingar sem eiga flesta stóru fjölmiðlana í heiminum. Þessir auðkýfingar fjarstýra stjórnmálaelítunni sem er kostuð af þeim ríku. Það er mikill misskilningur að fjölmiðlar starfi í þágu almennings. Fjölmiðlar starfa í þágu eigenda sinna. Ef við tökum Ísland sem dæmi þá er Morgunblaðið í eigu stórútgerðamanna og Fréttablaðið að mestu í eigu auðmanns, Helga Magnússonar, sem tilheyrt hefur Samtök atvinnulífsins í gegnum sinn rekstur og hefur verið umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi árum saman.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Allt fyrir gróðann. Alveg sama hvað.

Nútíma kapítalismi gengur allur út á það að hámarka hagsmuni auðmanna. Þar liggur metnaðurinn. Að ná í ódýra peninga á lágum vöxtum. Vöxtum sem almenningi stendur ekki til boða. Kerfið er uppbyggt þannig að auðvelt er fyrir auðmenn að ná þessum markmiðum. Síðan liggur metnaður margra alþjóðlegra stórfyrirtækja líka í því að fá sem ódýrasta vinnuaflið og fólk sem ekki er í verkalýðsfélögum. Innflutt vinnuafl, fátækt fólk og konur eru þar helsti markhópurinn. Þannig að það eru ekki bara peningarnir sem liggja undir hjá auðmönnum heimsins heldur líka mannskepnan. Allt fyrir gróðann. Alveg sama hvað. Maður og náttúra mega ekki standa í veginum. Og kerfið á að passa upp á það. Þetta er nútíma kapítalismi og nýfrjálshyggja.

Bókin History of the World in Seven Cheap Things: A Guied to Capitalism, Nature, and the Future of the Planet og fjallað er um í þessari grein fjallar meðal annars um þennan skuggalega veruleika og varnarleysi almennings í heimi nýfrjálshyggju og kapítalisma.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: